Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 38

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 38
Hvers konar hæfni? Samkvæmt svörum í kaflanum hér á undan virðast nemarnir einkum vera að byggja upp hæfni til að gera, læra til verka, og læra að vera. Frekari upplýsingar fást með því að skoða svör við spurningu um hvað hafi breyst í viðhorfum nemanna til erfiðra viðfangsefna. Töluvert margir minnast á að vett- vangsnámið hafi haft áhrif á trú þeirra á eigin getu til að gera hlutina. Dæmi um það er svarið: - Öryggið hefur skánað mjög með vettvangsnáminu, mér fannst ég verða mun öruggari eftir vettvangsnám vorið 2003. Einnig minnist hluti nemanna á að vitneskja eða kunnátta sé að aukast; þetta virðist aftur hafa áhrif á það sjálfsöryggi sem hæfnin byggir á (sbr. skáletranir): - Það hefur breyst með þeim hætti að ég er öruggari en ég var og veit meira um það sem ég á að gera. - í vor, eftir vettvangsnámið, má segja að hafi byggst upp meira sjálfstraust. Það má segja að það sem ég er að læra núna í dag hafi líka aukið sjálfsör- yggið því að allt sem ég hef verið að læra undanfarið er að skila sér auknu samhengi núna. - Strax núna í haust finnst mér vera farið betur í einstaka þætti og smáatriði sem bætir við þekkingu mína. - Hafði meiri áhyggjur af agavandamálum fyrir síðustu önn - búin að fá betri fræðslu - t.d. í vettvangsnáminu. Svör nokkurra nema benda til að aukinn skilningur, pælingar og samræður við aðra hafi áhrif á hugmyndir þeirra um eigin hæfni: - Ég er sífellt að fá nýja sýn á starfið og smátt og smátt dýpkar námið skilning manns á starfinu og til hvers er ætlast af manni. - Mér fannst agi vera vandamál en eftir að hafa rætt við kennara um lausnir á agavandamálum finnst mér það ekki svo mikið mál. - Með meiri yfirsýn hefur breytingin orðið sú að frá aga og stjórnun hefur hugsunin meira færst yfir í það ... hvernig mennta, eða réttara sagt hvernig kem ég best þekkingu og kunnáttu til minna nema. - Spurningin er ... Iwort ég búi yfir nægri þekkingu til þess að geta kennt ákveðið efni, ákveðnar greinar. Þessi svör benda til þess að hluti kennaranema takist á við mjög áleitnar spurningar um eigin hæfni. Enn hafa margir áhyggjur af agavandamálum: - Það sem ég kvíði ennþá mest fyrir er að takast á við agavandamálin. Þrátt fyrir að til séu margar aðferðir við að halda uppi aga í bekk. Það áhugaverða við þetta svar er að í augum nemans nægir ekki að þekkja aðferð- irnar, þ.e. leiðir til að halda aga, sú þekking verður að tengjast persónulegri reynslu til að vera metin sem hæfni; nemarnir verða að vita hvernig þeir sjálfir geta beitt 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.