Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 38
Hvers konar hæfni?
Samkvæmt svörum í kaflanum hér á undan virðast nemarnir einkum vera að byggja
upp hæfni til að gera, læra til verka, og læra að vera.
Frekari upplýsingar fást með því að skoða svör við spurningu um hvað hafi breyst
í viðhorfum nemanna til erfiðra viðfangsefna. Töluvert margir minnast á að vett-
vangsnámið hafi haft áhrif á trú þeirra á eigin getu til að gera hlutina. Dæmi um það
er svarið:
- Öryggið hefur skánað mjög með vettvangsnáminu, mér fannst ég verða
mun öruggari eftir vettvangsnám vorið 2003.
Einnig minnist hluti nemanna á að vitneskja eða kunnátta sé að aukast; þetta virðist
aftur hafa áhrif á það sjálfsöryggi sem hæfnin byggir á (sbr. skáletranir):
- Það hefur breyst með þeim hætti að ég er öruggari en ég var og veit meira
um það sem ég á að gera.
- í vor, eftir vettvangsnámið, má segja að hafi byggst upp meira sjálfstraust.
Það má segja að það sem ég er að læra núna í dag hafi líka aukið sjálfsör-
yggið því að allt sem ég hef verið að læra undanfarið er að skila sér auknu
samhengi núna.
- Strax núna í haust finnst mér vera farið betur í einstaka þætti og smáatriði
sem bætir við þekkingu mína.
- Hafði meiri áhyggjur af agavandamálum fyrir síðustu önn - búin að fá
betri fræðslu - t.d. í vettvangsnáminu.
Svör nokkurra nema benda til að aukinn skilningur, pælingar og samræður við aðra
hafi áhrif á hugmyndir þeirra um eigin hæfni:
- Ég er sífellt að fá nýja sýn á starfið og smátt og smátt dýpkar námið
skilning manns á starfinu og til hvers er ætlast af manni.
- Mér fannst agi vera vandamál en eftir að hafa rætt við kennara um lausnir
á agavandamálum finnst mér það ekki svo mikið mál.
- Með meiri yfirsýn hefur breytingin orðið sú að frá aga og stjórnun hefur
hugsunin meira færst yfir í það ... hvernig mennta, eða réttara sagt hvernig
kem ég best þekkingu og kunnáttu til minna nema.
- Spurningin er ... Iwort ég búi yfir nægri þekkingu til þess að geta kennt
ákveðið efni, ákveðnar greinar.
Þessi svör benda til þess að hluti kennaranema takist á við mjög áleitnar spurningar
um eigin hæfni. Enn hafa margir áhyggjur af agavandamálum:
- Það sem ég kvíði ennþá mest fyrir er að takast á við agavandamálin. Þrátt fyrir
að til séu margar aðferðir við að halda uppi aga í bekk.
Það áhugaverða við þetta svar er að í augum nemans nægir ekki að þekkja aðferð-
irnar, þ.e. leiðir til að halda aga, sú þekking verður að tengjast persónulegri reynslu
til að vera metin sem hæfni; nemarnir verða að vita hvernig þeir sjálfir geta beitt
36