Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 41

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 41
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR samt - bara eitt hamingjusamt bam getur smitað út frá sér í heilli fjölskyldu og alveg öfugt sko, ef barni líður illa í skólanum eða er óánægt með kennarann sinn eða óánægt eitthvað ... þarna skiptir kennarinn máli hjá tuttugu og fimm fjölskyldum kannski, öll börnin í bekknum sko. Þannig að mér finnst það skipta, mér finnst félagslegi þátturinn skipta rosalega, rosalega miklu máli. Báru finnst einnig mikilvægt varðandi agamálin að kennarinn haldi ró sinni: Ég má sjálf passa mig á að æsa mig ekki og að láta þau ekki æsa mig sko, ég veit það alveg bara af mínum karakter, þannig að það er eitthvað sem ég var svolítið smeyk við en ég finn að ég er að ná tökum á því bara eftir sumarreynsluna, og eftir reynsluna núna, að vera meðvituð um það, að láta ekki tjúna mann upp í einhverja vitleysu og ... þá held ég agavandamálin leysist, ef maður er sjálfur rólegur, maður veit það bara af eigin reynslu. Bára segist hafa þurft að takast á við eigin veikleika á þessu sviði og leggur áherslu á gildi vettvangsnámsins: Ég er orðin miklu meðvitaðri um það, sérstaklega á því að fara í vettvangsnám og fara með annarri manneskju og við tölum um þetta og erum að spá í þetta og það gerist nátt- úrulega ekkert nema maður sé að hugsa út í það. Veikleikar manns verða bara áfram veikleikar manns nema maður spái í af hverju þeir gerast og hvort maður nái eitthvað að breyta þeim ... maður þarf að ná athygli heils bekkjar, maður má ekki... missa sig neitt sko, ég er ekki að tala um að verða alveg brjáluð en maður verður bara að halda ró sinni og þessar vettvangsnámsferðir hafa bent mér á þetta ... Mér fannst ég ná athygli hjá níu ára börnum. Sú hæfni sem Bára lýsir felst í faglegum styrk, hún hefur vald á því efni sem hún ætlar að kenna, og auk þess í persónulegum styrk vegna reynslu sem verkstjóri í ung- lingavinnu. Hún er að kynnast sjálfri sér í hlutverki kennarans og tekst galvösk á við eigin veikleika og er þar með að efla persónulegan styrk sinn. Búist var við að Bára myndi leggja áherslu á faglegan styrk sinn sem tengist námsgreinum. Það kom á óvart að styrkur hennar virðist ekki síður liggja í þeirri uppeldissýn sem hún er að þróa með sér og í pælingum um sjálfa sig í starfi. Hún telur að hið félagslega og vellíðan barnanna skipti ekki minna máli en kunnátta í faginu og að hún þurfi að hafa stjórn á sjálfri sér til að geta haft vald á kennslunni - þrátt fyrir góðan grunn í náms- greinum. Viðtal við Dóru: Hún er á yngri barna kjörsviði og er mjög ánægð með það. Hún segir að námið á því sviði sé mjög fræðilegt og verkefnavinna mikil. Námskeið í upp- eldisgreinum reyni á og einnig að læra „að kenna börnum að lesa ... þetta er rosaleg vinna". Dóra er spurð um helstu veikleika: Það er verið að tala mikið um heildtæka skólastefnu núna - skóli án aðgreiningar, að kenna í mikið getublönduðum bekk - þá veit ég ekki hvort ég myndi ráða við það t.d. að taka við mikið fötluðum einstakling og sjá vel um alla hina. Ég er það metnaðarfull, ég vil gera allt vel. Ég held að sú stefna sé oft á kostnað hinna hæfari í bekknum. 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.