Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 41
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR
samt - bara eitt hamingjusamt bam getur smitað út frá sér í heilli fjölskyldu og alveg
öfugt sko, ef barni líður illa í skólanum eða er óánægt með kennarann sinn eða óánægt
eitthvað ... þarna skiptir kennarinn máli hjá tuttugu og fimm fjölskyldum kannski, öll
börnin í bekknum sko. Þannig að mér finnst það skipta, mér finnst félagslegi þátturinn
skipta rosalega, rosalega miklu máli.
Báru finnst einnig mikilvægt varðandi agamálin að kennarinn haldi ró sinni:
Ég má sjálf passa mig á að æsa mig ekki og að láta þau ekki æsa mig sko, ég veit það
alveg bara af mínum karakter, þannig að það er eitthvað sem ég var svolítið smeyk við
en ég finn að ég er að ná tökum á því bara eftir sumarreynsluna, og eftir reynsluna núna,
að vera meðvituð um það, að láta ekki tjúna mann upp í einhverja vitleysu og ... þá held
ég agavandamálin leysist, ef maður er sjálfur rólegur, maður veit það bara af eigin
reynslu.
Bára segist hafa þurft að takast á við eigin veikleika á þessu sviði og leggur áherslu á
gildi vettvangsnámsins:
Ég er orðin miklu meðvitaðri um það, sérstaklega á því að fara í vettvangsnám og fara
með annarri manneskju og við tölum um þetta og erum að spá í þetta og það gerist nátt-
úrulega ekkert nema maður sé að hugsa út í það. Veikleikar manns verða bara áfram
veikleikar manns nema maður spái í af hverju þeir gerast og hvort maður nái eitthvað
að breyta þeim ... maður þarf að ná athygli heils bekkjar, maður má ekki... missa sig neitt
sko, ég er ekki að tala um að verða alveg brjáluð en maður verður bara að halda ró sinni
og þessar vettvangsnámsferðir hafa bent mér á þetta ... Mér fannst ég ná athygli hjá níu
ára börnum.
Sú hæfni sem Bára lýsir felst í faglegum styrk, hún hefur vald á því efni sem hún
ætlar að kenna, og auk þess í persónulegum styrk vegna reynslu sem verkstjóri í ung-
lingavinnu. Hún er að kynnast sjálfri sér í hlutverki kennarans og tekst galvösk á við
eigin veikleika og er þar með að efla persónulegan styrk sinn. Búist var við að Bára
myndi leggja áherslu á faglegan styrk sinn sem tengist námsgreinum. Það kom á
óvart að styrkur hennar virðist ekki síður liggja í þeirri uppeldissýn sem hún er að
þróa með sér og í pælingum um sjálfa sig í starfi. Hún telur að hið félagslega og
vellíðan barnanna skipti ekki minna máli en kunnátta í faginu og að hún þurfi að hafa
stjórn á sjálfri sér til að geta haft vald á kennslunni - þrátt fyrir góðan grunn í náms-
greinum.
Viðtal við Dóru: Hún er á yngri barna kjörsviði og er mjög ánægð með það. Hún
segir að námið á því sviði sé mjög fræðilegt og verkefnavinna mikil. Námskeið í upp-
eldisgreinum reyni á og einnig að læra „að kenna börnum að lesa ... þetta er rosaleg
vinna". Dóra er spurð um helstu veikleika:
Það er verið að tala mikið um heildtæka skólastefnu núna - skóli án aðgreiningar, að
kenna í mikið getublönduðum bekk - þá veit ég ekki hvort ég myndi ráða við það t.d.
að taka við mikið fötluðum einstakling og sjá vel um alla hina. Ég er það metnaðarfull,
ég vil gera allt vel. Ég held að sú stefna sé oft á kostnað hinna hæfari í bekknum.
39