Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 43

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 43
RAGNHILDUR BJARNADOTTIR t.d. íslensku, stærðfræði eða náttúrufræði, valdi þeim áhyggjum. Til að ná árangri í kennslu telja þeir sig þurfa annars konar þekkingu og vitneskju, t.d. að læra aðferðir til að koma til móts við hvern nemanda í getublönduðum bekk. Þetta styður þau sjónarmið að miðlun þekkingar sé ekki lengur kjarni kennarastarfsins, heldur það að fá nemendur til að læra. Samkvæmt fyrri rannsóknarniðurstöðum leggja kennaranemar mikla áherslu á gildi persónulegrar reynslu á vettvangi (Hafdís Ingvarsdóttir, 1997; Korthagen, 2004). Niðurstöður þessarar rannsóknar eru engin undantekning frá þessu, nemarnir eru uppteknir af að gera og vera og vettvangsnámið hefur augljóslega mikil áhrif á þessa persónulegu vídd í starfshæfni þeirra. Samt sem áður má álykta að starfshæfni margra kennaranema sé mun faglegri en skoðanir þeirra sjálfra benda til. Starfshæfni margra þeirra er greinilega byggð áfaglegum grunni. Þeir byggja hæfni sína á kunnáttu af ýmsu tagi, m.a. í uppeldisgreinum, einnig á faglegum pælingum og orðræðu (t.d. einstaklingsmiðað nám, virkni í eigin námi), sem bendir til þess að faglegt tungumál hafi mótað hugsun þeirra um starfið. Þær aðferðir sem notaðar voru í rannsókninni leyfa ekki að dregnar séu almennar ályktanir af niðurstöðum um þá starfshæfni sem kennaranemar almennt glíma við. En þær gefa til kynna að námskeið í kennaranámi og fagleg umræða hafi áhrif á persónulegan styrk kennaranema og þar með starfs- hæfni þeirra. Hugsanlega tengjast helstu niðurstöður þessarar rannsóknar breyttum aðstæðum í nútímasamfélagi. Þær vekja í fyrsta lagi spurningar um hvort persónulegur styrkur hafi fengið aukið vægi í starfshæfni kennara og vægi þess að kunna eða vita hafi minnkað. Nemarnir þurfa persónulegan styrk til að hafa vald á kennslunni og líka til að takast á við síbreytilegar aðstæður og kröfur. í kennaranámi við Kennaraháskóla Islands er mikið um hópvinnu og samstarfsverkefni en engu að síður virðist einstak- lingsmótun vera í brennidepli hjá þátttakendum rannsóknarinnar. Þeir hafa mjög persónulega sýn á kennarastarfið og sjá það sem uppsprettu eigin þroska - án þess að þeir geri lítið úr því gildi sem samvinna og samræður hafa í því sambandi. Þeir eru meðvitaðir um eigin ábyrgð og eigin virkni í því ferli að ná tökum á starfinu. „Þú verður fyrst og fremst að vita hvar þú stendur sjálfur andspænis þessum hlutum". Sú einstaklingsmótun sem talin er vera eitt af megineinkennum nútímasamfélagsins (Beck, 1999; Morch, 2003) skín í gegn í svörum þeirra. Hvað varðar spurninguna um það hvort vægi þess að kunna eða vita hefur minnkað má álykta að áherslan hafi færst frá kunnáttunni sjálfri til þess að geta kunnað eða vitað, sem gerir kröfur um yfir- sýn yfir faglegt efni. I öðru lagi virðast niðurstöðurnar falla að hugmyndafræði hugsmíðahyggjunnar þar sem lögð er áhersla á að hlutverk kennarans eigi frekar að felast í því að styðja við nám nemenda en í formlegri kennslu (Bruner, 1983; Rogoff, 1990). Einstaklingar séu sjálfir virkir í eigin námi og hinir fullorðnu einungis færir um að styðja við og hlú að því sem gerist innra með þeim. í þriðja lagi er margbreytileiki áberandi. Margar leiðir virðast vera færar til að ná valdi á agavandamálum. Sumir sækja styrk í námskeið um aðferðir til að takast á við slík vandamál, aðrir í reynslu á vettvangi, m.a. samskipti viðtökukennara, og enn aðrir í persónulegar eða hugmyndafræðilegar pælingar. 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.