Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 48

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 48
Á É G A Ð VERA MEÐ ÞVÍLÍKUM KERLINGUM Í BEKK?" hérlendis. Rannsóknir á þessu sviði eru þó afar mikilvægar og hafa jafnt fræðilegan sem hagnýtan tilgang fyrir stefnumótun í málefnum háskólastigsins og við mótun háskólanáms sem hentar ólíkum nemendahópum. Sameining Fósturskóla Islands og Kennaraháskóla íslands árið 1998 er dæmi um pólitíska ákvörðun sem hafði í för með sér breyttar aðstæður í háskólasamfélaginu. Meirihluti þeirra sem sóttu um inngöngu á nýstofnaða leikskólakennarabraut Kennaraháskóla íslands voru konur, 25 ára og eldri, sem ekki höfðu hefðbundinn undirbúning fyrir háskólanám. Rúmur þriðjung- ur þeirra nemenda sem hófu nám við brautina á næstu þremur árum hafði ekki lokið stúdentsprófi (Sif Einarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2002). Mikilvægt er að fá sem gleggsta mynd af reynslu eldri háskólanema hérlendis til þess að Kennaraháskóli íslands, og jafnvel aðrar menntastofnanir, geti mótað stefnu í málefnum eldri nema í samvinnu við stjórnvöld og lagað námsframboð sitt og kennsluhætti að þörfum ólíkra nemendahópa. Markmið þessarar rannsóknar er því að kanna reynslu, þarfir og aðstæður eldri og yngri nemenda í leikskólakennaranámi við Kennaraháskóla íslands. Munum við beina sjónum sérstaklega að eldri konum í háskólanámi. Eldri og yngri háskólanemar I Bandaríkjunum og á Bretlandi hefur það verið markviss stefna stjórnvalda og stjórnenda margra háskóla að auka breidd í nemendahópnum og auðvelda borgur- um aðgang að háskólanámi, óháð kyni, stétt, aldri eða uppruna. Þetta hefur til dæmis verið gert með því að bjóða eldri nemendum upp á sérstök undirbúningsnámskeið og laga kennslufyrirkomulagið að þessum hópum með því að kenna á kvöldin og bjóða upp á fjarnám (sjá t.d. Edwards, 1993; Hurtado, Grey, Gurin og Gurin, 2003; Leonard, 1994; Davies, Lubelska og Quinn, 1994). íslensk stjórnvöld hafa hingað til ekki markað stefnu í málefnum eldri háskólanema og ríkisháskólarnir sem hér starfa hafa ekki breytt námsframboði sínu og skipulagi til að mæta þörfum ólíkra nemenda nema að litlu leyti. Þó ber að nefna að nemendum hefur í allmörg ár verið boðið að stunda fjarnám við Kennaraháskóla íslands, og framboð fjarnáms hefur einnig aukist við Háskóla íslands og aðra háskóla hér á landi. Fjarnám í grunnskólakennarnámi við Kennaraháskóla íslands og leikskólakennaranámi við Fósturskólann var þó í upphafi fyrst og fremst hugsað til að fjölga kennurum og mæta þörfum landsbyggðarinnar fyrir menntaða kennara (Valborg Sigurðardóttir, 1998; Þuríður J. Kristjánsdóttir, 1992) og fellur því undir aðgerðir sem auðvelda aðgang fólks á landbyggðinni að námi. Þegar leikskólakennaramenntun var færð af framhaldsskólastigi yfir á háskólastig sköpuðust kjöraðstæður til að bera saman gengi og reynslu eldri og yngri nema í háskólanámi vegna þess hve stór hópur eldri nema var tekinn irrn í námið í kjölfarið. Þessi rannsókn á reynslu leikskólakennaranema er annar hluti heildstæðrar athug- unar á gengi, reynslu og starfsþróun eldri háskólanema. í fyrsta hluta var gengi ólíkra hópa leikskólakennaranema borið saman (Sif Einarsdóttir og Jóhanna Einars- dóttir, 2002). Þátttakendur í rannsókninni voru nemendur sem hófu nám við náms- brautina á fyrstu þremur árunum eftir að hún hafði verið flutt á háskólastig. Þar kom í ljós að lítill munur var á heildarárangri þessara nemendahópa þó að þeir nemend- ur sem höfðu lokið stúdentsprófi stæðu sig heldur betur en hinir. Eldri nemendur 46 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.