Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 49

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 49
JÓHANNA EINARSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR hættu þó frekar í námi en þeir yngri. Mikilvægt er að benda á að Kennaraháskóli íslands brást við þeim aðstæðum sem þarna sköpuðust með því að bjóða eldri nem- um sem ekki höfðu lokið stúdentsprófi, upp á undirbúningsnámskeið sem síðar var breytt í diplómanám í leikskólafræðum. Námsráðgjafar skólans héldu sérstakt nám- skeið í námstækni og mynduðu tengsl við þessa nema í upphafi náms þar sem hér var um óvenjulegan hóp að ræða (Jóhanna Einarsdóttir, 1999). Inntaka fjölmenns hóps eldri nema án stúdentsprófs og sérstakur stuðningur í upphafi náms er nýlunda hérlendis. Því er mikilvægt að kanna reynslu þessa hóps til að varpa ljósi á hvers virði stuðningur af þessu tagi reyndist þeim. Reynsla og aðstæður eldri kvenna í háskólanómi Gina Wisker (1996) hefur bent á að háskólasamfélagið hefur til þessa fyrst og fremst tekið mið af þörfum ungs fólks, áður fyrr karla, sem lokið hafa hefðbundnum undir- búningi. Þegar litið er til þess hverjir stjórna háskólunum og hversu hægt konum hefur gengið að hasla sér völl sem háskólakennurum er margt sem bendir til þess að háskólar séu með karllægustu stofnunum samfélagsins (Kearney, 2000; Morley og Walsh 1996; Þorgerður Einarsdóttir, 2000). Umræðan um eldri konur í háskólanámi snýst einnig að miklu leyti um jafnrétti til náms, þ.e. jafnan aðgang kvenna og karla að námi óháð aldri og félagslegum aðstæðum og kynjajafnrétti almennt. í breskri rannsókn kom í ljós að eldri konur lögðu stund á háskólanám í þeim til- gangi að auka möguleika sína á vinnumarkaði og til að „losna úr viðjum heimilis- starfa" (Pascall og Cox, 1993, bls. 5). Menntun er sú leið sem helst er talin geta bætt stöðu fólks bæði sem borgara og fagmanna í nútímasamfélagi (Kearny, 2000). Þessar niðurstöður undirstrika að konurnar gera sér grein fyrir að háskólamenntun getur breytt lífi þeirra og hefðbundinni stöðu á margan liátt. Madeleine Leonard (1993) flokkaði ástæður fyrir því að hefja háskólanám, sem eldri konur í rannsókn hennar nefndu, í hagkvæmnisástæður og persónulegar ástæður. Hagkvæmnisástæður snú- ast fyrst og fremst um að auka möguleika á vinnumarkaði en persónulegar ástæður um að efla sjálfstraust og ögra sjálfum sér með því að takast á við krefjandi verkefni. Álíka margar kvennanna í rannsókn hennar nefndu aðra hvora þessara ástæðna. Wisker (1996) tók viðtöl við konur í háskólanámi í Bretlandi og komst að því að eldri konum finnst náms- og kennslutilhögun og námsmatsaðferðir hefðbundinna háskóla lítt henta þeirra eigin námsaðferðum og tímatengdum streituþáttum í lífi þeirra. Samkeppni, fyrirlestrar í predikunarstíl og valdboðslegur kennslustíll féllu ekki í frjóan jarðveg hjá eldri konum og unnu gegn samvinnunámi sem þeim hugn- aðist oft betur. Auk þess fannst þeim lítið gert úr reynsluheimi kvenna eða honum ýtt til hliðar í mörgum námskeiðum og lítið svigrúm vera til skoðanaskipta. Bent hefur verið á að eldri nemar hafa oft skýrari markmið með náminu og nýta tímann betur en yngri nemar til að afla sér þekkingar sem þeir geta nýtt í starfi (Graham og Long- Gisi, 2000). Þeir sækjast einnig meira eftir leiðsögn og óformlegum samskiptum við kennara en yngri nemar (Bishop-Clark og Lynch, 1992; Metcalf og Kahlich, 1998) og kjósa samvinnunám, umræður og námsmat í formi verkefna og heimaprófa (deBlois, 1993). 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.