Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 51

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 51
JÓHANNA EINARSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR eldri kvenna hérlendis sem stunda háskólanám. Er reynsla leikskólakennaranema við Kennaraháskóla íslands lík reynslu kynsystra þeirra í Bretlandi og Bandaríkjun- um eða er betur búið að íslenskum konum í háskólanámi? Eru íslenskar konur síður bundnar af hefðbundnum kynhlutverkum en kynsystur þeirra erlendis sem flestar þessara rannsókna fjalla um? Reynist þeim auðveldara að samþætta háskólanám og fjölskyldulíf? Til að leita svara við þessum spurningum ákváðum við, í ljósi fyrri rannsókna á reynslu eldri kvenna í háskólanámi, að beina sjónum að sex meginþáttum í reynslu leikskólakennaranema: Tilgangi námsins og viðbrögðum umhverfisins, líðan þeirra og þörfum í námi, reynslu af kennsluháttum og námsmati, stuðningi innan stofnun- arinnar, samspili fjölskylduaðstæðna og náms og persónulegum ávinningi. ADFERÐ Þátttakendur í rannsókninni voru tuttugu háskólanemar, allt konur, sem voru að ljúka leikskólakennaranámi eftir þriggja ára staðbundið nám eða fjögurra ára fjar- nám. Til að fá fram hugmyndir þeirra og bera saman reynslu eldri og yngri nema voru myndaðir rýnihópar. Rýnihóparannsóknir hafa verið skilgreindar sem skipu- lögð hópumræða við valdan hóp einstaklinga með það markmið í huga að fá upplýs- ingar um hugmyndir þeirra, viðhorf og reynslu af einhverjum ákveðnum hlutum eða viðfangsefni sem þeir þekkja (Gibbs, 1997; Krueger og Casey, 2000). Einkenni rýnihópa er einsleitni en þó er þess gætt að nægjanleg fjölbreytni sé í hverjum hóp þannig að ólíkar skoðanir komi fram. Með einsleitni er átt við að þátt- takendur eigi eitthvað ákveðið sameiginlegt sem rannsakandinn hefur áhuga á að kanna (Krueger og Casey, 2000). Þátttakendum í rannsókninni var skipt í fimm hópa og í hverjum hópi voru nemar sem áttu það sameiginlegt að hafa svipaða reynslu og námslegan bakgrunn (sjá töflu 1). í fyrstu tveimur hópunum voru nemar sem voru yngri en 25 ára þegar þeir hófu leikskólakennaranámið og höfðu lokið stúdentsprófi. í hópum þrjú og fjögur voru nemar sem voru eldri en 25 ára þegar þeir hófu námið, þeir höfðu langa starfsreynslu í leikskólum en höfðu ekki lokið stúdentsprófi. í fimmta hópnum voru nemar í fjarnámi sem voru eldri en 25 ára þegar þeir hófu nám, þeir höfðu langa starfsreynslu en liöfðu jafnframt lokið stúdentprófi. Enginn nem- andi í staðbundnu námi hafði bæði lokið stúdentsprófi og var eldri en 25 ára þegar hann hóf nám. Tafla 1 Skipting þátttakenda í hópa Aldur Fyrra nám Námsform HópurI Yngri en 25 ára Stúdentspróf Staðbundið nám Hópur II Yngri en 25 ára Stúdentspróf Fjarnám HópurlII Eldri en 25 ára Ekki stúdentspróf Staðbundið nám HópurlV Eldri en 25 ára Ekki stúdentspróf Fjarnám Hópur V Eldri en 25 ára Stúdentspróf Fjarnám 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.