Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 51
JÓHANNA EINARSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR
eldri kvenna hérlendis sem stunda háskólanám. Er reynsla leikskólakennaranema
við Kennaraháskóla íslands lík reynslu kynsystra þeirra í Bretlandi og Bandaríkjun-
um eða er betur búið að íslenskum konum í háskólanámi? Eru íslenskar konur síður
bundnar af hefðbundnum kynhlutverkum en kynsystur þeirra erlendis sem flestar
þessara rannsókna fjalla um? Reynist þeim auðveldara að samþætta háskólanám og
fjölskyldulíf?
Til að leita svara við þessum spurningum ákváðum við, í ljósi fyrri rannsókna á
reynslu eldri kvenna í háskólanámi, að beina sjónum að sex meginþáttum í reynslu
leikskólakennaranema: Tilgangi námsins og viðbrögðum umhverfisins, líðan þeirra
og þörfum í námi, reynslu af kennsluháttum og námsmati, stuðningi innan stofnun-
arinnar, samspili fjölskylduaðstæðna og náms og persónulegum ávinningi.
ADFERÐ
Þátttakendur í rannsókninni voru tuttugu háskólanemar, allt konur, sem voru að
ljúka leikskólakennaranámi eftir þriggja ára staðbundið nám eða fjögurra ára fjar-
nám. Til að fá fram hugmyndir þeirra og bera saman reynslu eldri og yngri nema
voru myndaðir rýnihópar. Rýnihóparannsóknir hafa verið skilgreindar sem skipu-
lögð hópumræða við valdan hóp einstaklinga með það markmið í huga að fá upplýs-
ingar um hugmyndir þeirra, viðhorf og reynslu af einhverjum ákveðnum hlutum eða
viðfangsefni sem þeir þekkja (Gibbs, 1997; Krueger og Casey, 2000).
Einkenni rýnihópa er einsleitni en þó er þess gætt að nægjanleg fjölbreytni sé í
hverjum hóp þannig að ólíkar skoðanir komi fram. Með einsleitni er átt við að þátt-
takendur eigi eitthvað ákveðið sameiginlegt sem rannsakandinn hefur áhuga á að
kanna (Krueger og Casey, 2000). Þátttakendum í rannsókninni var skipt í fimm hópa
og í hverjum hópi voru nemar sem áttu það sameiginlegt að hafa svipaða reynslu og
námslegan bakgrunn (sjá töflu 1). í fyrstu tveimur hópunum voru nemar sem voru
yngri en 25 ára þegar þeir hófu leikskólakennaranámið og höfðu lokið stúdentsprófi.
í hópum þrjú og fjögur voru nemar sem voru eldri en 25 ára þegar þeir hófu námið,
þeir höfðu langa starfsreynslu í leikskólum en höfðu ekki lokið stúdentsprófi. í
fimmta hópnum voru nemar í fjarnámi sem voru eldri en 25 ára þegar þeir hófu nám,
þeir höfðu langa starfsreynslu en liöfðu jafnframt lokið stúdentprófi. Enginn nem-
andi í staðbundnu námi hafði bæði lokið stúdentsprófi og var eldri en 25 ára þegar
hann hóf nám.
Tafla 1
Skipting þátttakenda í hópa
Aldur Fyrra nám Námsform
HópurI Yngri en 25 ára Stúdentspróf Staðbundið nám
Hópur II Yngri en 25 ára Stúdentspróf Fjarnám
HópurlII Eldri en 25 ára Ekki stúdentspróf Staðbundið nám
HópurlV Eldri en 25 ára Ekki stúdentspróf Fjarnám
Hópur V Eldri en 25 ára Stúdentspróf Fjarnám
49