Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 52

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 52
„Á ÉG AÐ VERA MEÐ ÞVÍLÍKUM KERLINGUM i BEKK?" Við val á þátttakendum var sá háttur hafður á að rannsóknin var kynnt öllum nem- endahópnum og þeir beðnir um að taka þátt í henni. Þrjátíu og sjö nemendur voru í útskriftarárganginum og tóku tuttugu þeirra þátt í rannsókninni. Þeir sem sam- þykktu að taka þátt skráðu sig í þann hóp sem þeir áttu best heima í. Ástæða þess að valin var sú leið að nota rýnihópaviðtöl við rannsóknina er að að- ferðin hentar vel þegar markmiðið er að rannsaka reynslu og hugmyndir fólks sem á eitthvað sameiginlegt. En markmið rannsóknarinnar var einmitt að fá fram reynslu þessara ólíku nemendahópa. Rýnihópar eru eitt form af hópviðtölum. í báðum tilfell- um er gengið út frá efni sem rannsakandinn leggur til, en í rýnihópum er sérstök áhersla lögð á samskipti þátttakenda í hópnum. Samskiptin í hópnum örva umræð- una og þannig fást upplýsingar og skilningur sem fengist ekki í einstaklingsvið- tölum. Markmiðið er ekki að hópurinn komist að sameiginlegri niðurstöðu heldur er athyglinni beint að orðræðunni og þeim tilfinningum, athugasemdum og viðhorfum sem fram koma þegar hóparnir ræða málefnið (Krueger og Casey, 2000; Morgan, 1988,1998). Takmarkanir aðferðarinnar eru hins vegar þær að ákveðin hætta er á að persónuleg viðhorf komi ekki nægjanlega sterkt fram þar sem skoðanir meirihluta hópsins geta verið þær sem helst eru ræddar. Takmarkanir hópviðtala eru einnig þær að rannsakandinn hefur minni stjórn á umræðunni en í venjulegum einstaklingsvið- tölum, því einstaklingarnir í hópnum og samskiptin þeirra á milli stýra oft umræð- unni. Undirbúningur viðtalanna og hlutverk rannsakandans er því afar mikilvægt. Auk þess að skýra tilgang rannsóknarinnar fyrir þátttakendum og skapa þægilegt og afslappað andrúmsloft er hlutverk hans að stýra umræðunni, halda henni innan marka rannsóknarinnar og leitast við að virkja alla meðlimi hópsins til þátttöku (Gibbs, 1997). Viðtölin fóru fram í litlu fundarherbergi í Kennaraháskólanum og tóku eina til eina og hálfa klukkustund. Viðtölin voru hálfopin og var tekið mið af viðtalsramma þar sem eftirfarandi þættir voru lagðir til grundvallar: Val á námi, líðan gagnvart námi, stuðningur nánasta umhverfis, uppbygging og innihald námsins, samsetning nem- endahópsins, stuðningskerfi skólans og framtíðarsýn. Áhersla var lögð á afslappað og jákvætt andrúmsloft og líktust viðtölin fremur fjörlegum umræðum en rannsókn- arviðtali. Þátttakendur rifjuðu upp sigra og ósigra, ágjöf og meðbyr á meðan á nám- inu stóð. Viðtölin voru tekin upp á segulband og vélrituð. Gögnin voru marglesin og kóðuð og því næst flokkuð, kortlögð og skipulögð með aðstoð tölvuforritsins Nvivo (QSR, 1997). Við greiningu og kynningu niðurstaðna er lögð áhersla á umræðurnar og samskiptin í hópnum og mismunandi áherslur ólíkra nemendahópa. NIÐURSTÖÐUR Námsval og viðbrögð umhverfisins Flestir þátttakendanna höfðu unnið í leikskóla í lengri eða skemmri tíma áður en þeir hófu leikskólakennaranámið. í viðtölunum kom fram að meginástæða þess að konurnar völdu þetta nám var að þær höfðu fengið áhuga á starfinu þegar þær unnu 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.