Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 59

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 59
JÓHANNA EINARSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR Hér er dæmi um umræðu um það: A: Það voru eiginlega verkefni upp á hvern einasta dag á öðru ári. Það var ekkert svigrúm fyrir bara að vera þarna ... B: Maður fékk ekkert tækifæri til að njóta þess nógu vel að vera bara nemi - inni á leikskólanum og fylgjast með þar ... C: Já maður hugsaði: Klukkan tíu þarf ég að vera með þetta, og þessi er ekki mættur og eitthvað svona. Þessi á að vera í þessu verkefni og við ætlum að gera það klukkan tíu og svo klukkan eitt þá gerum við þetta og þessi er ekki heldur mættur og maður er svona alltaf með þetta bara í hausnum á sér ... R: Þannig að þið munduð jafnvel vilja að vettvangsnámið væri meira þannig að fólk fengi bara að fylgjast með? A: Já. Og það er náttúrulega líka kannski út af því að við erum ekki með mikla reynslu af leikskóla. R: Hvað finnst ykkur vera það sem þið þurfið helst á að halda í vettvangs- náminu í ljósi þess að þið eruð ekki með mikla reynslu af því að vera í leikskóla? B: Að fylgjast með starfinu á deildinni, á leikskólanum. Bara [kynnast] hvernig leikskólakennararnir eru að vinna og hvað er verið að gera. Fá kannski hugmyndir ... um hvað er hægt að gera. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýna að yngri nemar sem koma beint úr skóla ganga óhikað til verks í bóklegum þáttum námsins en eldri nemunum finnst þeir vera á heimavelli í vettvangsnáminu og verklegum greinum (Gonzales-Rodriqes og Sjoström, 1998; Kasworm, 1980). í rannsókn okkar á gengi þessara sömu nemenda kom einnig fram að yngri nemarnir stóðu sig betur í nám- skeiðum sem reyna á þætti sem lögð er áhersla á í framhaldsskólunum, s.s. ritun og erlend tungumál (Sif Einarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2002). Stuðningur Töluverður munur var á því milli hópa hversu mikið nemarnir sögðust hafa leitað eftir stuðningi námsráðgjafa og kennara. Yngri nemendurnir virtust ekki leita til námsráðgjafanna nema eitthvað sérstakt persónulegt kæmi upp á. Eldri nemarnir sögðust hins vegar ekki hafa hikað við leita til þeirra með allt mögulegt. Námsráð- gjafarnir höfðu aðstoðað þá með að mynda stuðningshóp, hjálpað þeim að skipu- leggja vinnu sína og einkalíf og sumar höfðu einnig sótt prófkvíðanámskeið hjá námsráðgjöfum. Eldri nemarnir virtust einnig leita meira til kennaranna en þeir yngri. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna sem sýna að eldri nemendur leita meira ráða hjá kennnurum og námsráðgjöfum og hafa einnig meiri og óformlegri samskipti við kennara sína en yngri nemendur (Bishop- Clark og Lynch, 1992; Bradley og Graham, 2000; Graham og Donaldson, 1996; Metcalf og Kahlich, 1998). 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.