Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 59
JÓHANNA EINARSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR
Hér er dæmi um umræðu um það:
A: Það voru eiginlega verkefni upp á hvern einasta dag á öðru ári. Það var
ekkert svigrúm fyrir bara að vera þarna ...
B: Maður fékk ekkert tækifæri til að njóta þess nógu vel að vera bara nemi
- inni á leikskólanum og fylgjast með þar ...
C: Já maður hugsaði: Klukkan tíu þarf ég að vera með þetta, og þessi er
ekki mættur og eitthvað svona. Þessi á að vera í þessu verkefni og við
ætlum að gera það klukkan tíu og svo klukkan eitt þá gerum við þetta
og þessi er ekki heldur mættur og maður er svona alltaf með þetta bara
í hausnum á sér ...
R: Þannig að þið munduð jafnvel vilja að vettvangsnámið væri meira
þannig að fólk fengi bara að fylgjast með?
A: Já. Og það er náttúrulega líka kannski út af því að við erum ekki með
mikla reynslu af leikskóla.
R: Hvað finnst ykkur vera það sem þið þurfið helst á að halda í vettvangs-
náminu í ljósi þess að þið eruð ekki með mikla reynslu af því að vera í
leikskóla?
B: Að fylgjast með starfinu á deildinni, á leikskólanum. Bara [kynnast]
hvernig leikskólakennararnir eru að vinna og hvað er verið að gera. Fá
kannski hugmyndir ... um hvað er hægt að gera.
Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýna að yngri nemar sem
koma beint úr skóla ganga óhikað til verks í bóklegum þáttum námsins en eldri
nemunum finnst þeir vera á heimavelli í vettvangsnáminu og verklegum greinum
(Gonzales-Rodriqes og Sjoström, 1998; Kasworm, 1980). í rannsókn okkar á gengi
þessara sömu nemenda kom einnig fram að yngri nemarnir stóðu sig betur í nám-
skeiðum sem reyna á þætti sem lögð er áhersla á í framhaldsskólunum, s.s. ritun og
erlend tungumál (Sif Einarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2002).
Stuðningur
Töluverður munur var á því milli hópa hversu mikið nemarnir sögðust hafa leitað
eftir stuðningi námsráðgjafa og kennara. Yngri nemendurnir virtust ekki leita til
námsráðgjafanna nema eitthvað sérstakt persónulegt kæmi upp á. Eldri nemarnir
sögðust hins vegar ekki hafa hikað við leita til þeirra með allt mögulegt. Námsráð-
gjafarnir höfðu aðstoðað þá með að mynda stuðningshóp, hjálpað þeim að skipu-
leggja vinnu sína og einkalíf og sumar höfðu einnig sótt prófkvíðanámskeið hjá
námsráðgjöfum. Eldri nemarnir virtust einnig leita meira til kennaranna en þeir
yngri. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna sem
sýna að eldri nemendur leita meira ráða hjá kennnurum og námsráðgjöfum og hafa
einnig meiri og óformlegri samskipti við kennara sína en yngri nemendur (Bishop-
Clark og Lynch, 1992; Bradley og Graham, 2000; Graham og Donaldson, 1996; Metcalf
og Kahlich, 1998).
57