Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 71

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 71
JÓHANNA EINARSDÓTTIR, AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR OG INGIBJÖRG SÍMONARDÓTTIR langvarandi þó að niðurstöður rannsókna væru misvísandi. Allt að 11-92% af börn- uin sem sýndu frávik á forskólaaldri héldu áfram að vera með frávik en niðurstöður rannsókna virtust fara eftir því hvað var skilgreint sem frávik í málþroska. Börn sem voru með afmarkaða erfiðleika í framburði virtust ná að komast yfir þessa erfiðleika en börnum sem voru með margháttaða erfiðleika í málþroska var hættara við að vera með langvarandi raskanir (Tomblin, Zhang, Buckwalter og O'Brien, 2003). Flestar rannsóknir á málþroskaröskunum á leikskólaaldri og síðari námsárangri tengjast því hvernig þessum börnum gengur að læra að lesa. Sérstaklega hefur verið einblínt á einn þátt málþroskans, þ.e hljóðkerfisvitundina. Allt bendir til þess að orsakasamband sé á milli slakrar hljóðkerfisvitundar og lestrarerfiðleika. Hefur þetta komið ítrekað fram í rannsóknum hjá enskumælandi börnum en einnig hjá börnum sem tala önnur tungumál, t.d. sænsku og þýsku (Lundberg, 1998, 2002; Magnusson og Naucler, 1990; Wagner og Torgesen, 1987; Ziegler, Perry, Ma-Wyatt, Ladner og Schulte-Korne, 2003). Islenskar rannsóknir á hljóðkerfisvitund og lestri virðast stað- festa að það sama eigi við um börn sem tala íslensku (Amalía Björnsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2003; Ingibjörg Símonardóttir, Jóhanna Einarsdóttir og Amalía Björnsdóttir, 2002; Asthildur Snorradóttir, 1999; Freyja Birgis- dóttir, 2003). Eins og áður hefur komið fram einskorðast samband milli lestrar og málþroska ekki við hljóðkerfisvitund heldur hafa rannsóknir sýnt að börn með slakan almenn- an málþroska lenda frekar í erfiðleikum með lestur. Börn með slakair málskilning og erfiðleika við að kalla fram orð (word retrieval) eiga mörg hver í erfiðleikum með lestur og lesskilning (Vellutino, Fletcher, Snowling og Scanlon, 2004). Samt sem áður læra sum börn með málþroskaraskanir að lesa á eðlilegan hátt (Bishop og Adams, 1990; Catts, 1993). Börnum sem eru með langvarandi málþroskaraskanir er hættara við að lenda í lestrarerfiðleikum en þeim sem hafa sigrast á vandanum og náð eðli- legum málþroska (Bishop og Adams, 1990; Catts o.fl., 2002). Ýmislegt bendir til að jafnvel þó að börnin virðist hafa náð eðlilegum málþroska og sýni sambærilega færni og jafnaldrar í lestri á fyrstu árum grunnskólans, þá eru þau að kljást við margháttaða námserfiðleika síðar. Rannsókn gerð af Stothard og fleirum sýndi að börn sem höfðu náð að yfirvinna málþroskaraskanir og sýndu eðlilegan málþroska og lestur við átta ára aldur áttu í marktækum lestrarerfiöleikum og erfiðleikum með mál við 15 ára aldur (Stotlrard, Snowling, Bishop, Chipchase og Kaplan, 1998). >Svo virðist sem fá börn með málþroskafrávik nái algjörlega að yfirvinna erfiðleikana (Conti-RamsdeiT, BottiiTg, Simkin og Knox, 2001). Islenskar rannsóknir ó málþroska og námsárangri íslenskar rannsóknir á tengslum frávika í málþroska og síðara geiTgis í skóla eru fáar. Niðurstöður sem fjallað er um í þessari grein eru úr langtímarannsókn á sambandi lestrarnáms og málþroska. Þegar hefur verið birt grein um þessa rannsókn. Þar var sagt frá þróun á HLJÓM-2 sem er próf sem kannar hljóðkerfisvitund (phonological awareness) leikskólabarna og forspárgildi þess fyrir síðara lestrarnám. Auk þess var greint frá því hvernig árangur á HLJÓM-2 tengist ýmsum félagslegum þáttum sem 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.