Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 86

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 86
FORSPÁRGILDI MÁLÞROSKAMÆLINGA góðan málþroska en slaka hljóðkerfisvitund, heldur ekki að barn hafi góða hljóðkerf- isvitund en slakan málþroska. Þessi sterku tengsl milli hljóðkerfisvitundar og mál- þroska hafa komið fram í erlendum rannsóknum (Catts, 1993; Plaza, 1997; Young o.fl., 2002). Magnusson og Nauclér 1990 rannsökuðu þessi tengsl hjá 116 sex ára börn- um þar sem annar hópurinn var með eðlilegan málþroska en hirtn með frávik. Niður- stöður rannsóknarinnar sýndu að börn sem voru með eðlilegan málþroska voru betri í verkefnum í hljóðkerfisvitund en þau sem voru með slakan málþroska (Magnusson og Nauclér, 1990). í sjálfu sér koma þessi tengsl ekki á óvart. í HLJÓM-2 er hljóð- kerfisvitundin bara prófuð með raunverulegum orðum en ekki með bullorðum. Sam- kvæmt líkani Stackhouse og Wells um tal- og hljóðúrvinnslu þarf barnið bæði að hafa góðan aðgang að orðasafninu og einnig að vera með góðan orðaforða til að geta leyst slík verkefni (Stackhouse og Wells, 1997). Flestar greinar sem hafa birst um samband málþroska og hljóðkerfisvitundar fjalla um tengsl þessara þátta við væntanlegt lestrarnám. Eins og áður hefur komið fram bendir allt til þess að orsakasamband sé á milli hljóðkerfisvitundar og þess hvernig börnunum gengur að læra að lesa (Vellutino o.fl., 2004). Hin sterku tengsl sem koma fram milli hljóðkerfisvitundar og málþroska benda til að skoða verði fleiri mál- þroskaþætti en hljóðkerfisvitund í tengslum við lestur og erfiðleika við að læra að lesa. í handbókinni með HLJÓM-2 er mælt með því að sinna sérstaklega þeim börnum sem eru í neðsta fjórðungi á HLJÓM-2. Ennfremur er mælt með því að 10% slakasta hópnum yrði vísað áfram til frekari athugana (Ingibjörg Símonardóttir o.fl., 2002). í þessari rannsókn er stærri hópur skilgreindur með slaka færni eða rúm 17% af heild- arhópnum og um helmingur þeirra hafði einnig slakan málþroska. Þetta sýnir að sá hópur er síst of stór sem mælt er með að verði athugaður nánar áður en skólaganga hefst. Flest börn með slaka hljóðkerfisvitund eru augljóslega líka með slakan mál- þroska. Þessi börn þurfa fjölbreyttari málörvun á leikskólaaldri en einungis þjálfun í hljóðkerfisvitund. Þegar HLJÓM-2 er lagt fyrir börn í leikskóla er ákveðin hætta á því að einblínt verði um of á hljóðkerfisvitundina. Almenn málörvun er nauðsynleg og almennur málþroski er mikilvægur grunnur og í raun forsenda fyrir góðri hljóðkerf- isvitund. Breytingar á málþroska frá fimm ára til sjö ára aldurs Athyglisverðar niðurstöður komu í ljós þegar skoðaðar voru breytingar á málþroska einstakra barna frá fimm til sjö ára aldurs. Breytingar í hópnum voru talsverðar. Bæði fóru börn úr meðalgóða hópnum í þann góða og úr góða hópnum í þann meðalgóða. Mesta breytingin var hins vegar hjá börnum með slakan málþroska. Mjög mörg börn með slakan málþroska bættu sig umtalsvert og náðu jafnöldrum í málþroska. Að einhverju leyti er hægt að skýra þessar breytingar á málþroskamælingum með aðhvarfi að meðaltali (regression to the mean) en það fyrirbæri er þekkt meðal fræði- manna sem stunda langtímarannsóknir, sérstaklega hjá börnum. Þetta lýsir sér í því að við endurteknar mælingar hafa mælingarnar tilhneigingu til að færast í átt að meðaltali (Zhang og Tomblin, 2003). Þetta getur skýrt hluta af breytingunum á mæli- 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.