Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 88

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 88
FORSPÁRGILDI MÁLÞROSKAMÆLINGA Forspárgildi málþroskamælinga Málþroskamælingar við fimm ára aldur gefa sterkar vísbendingar um hvernig börn- um gengur á samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk. Þetta sýnir hversu nauðsynlegt er að hafa góðan málþroska til að geta lesið, skrifað og skilið það sem til er ætlast á sam- ræmdu prófi í íslensku í 4. bekk. Af þeim málþroskaprófum sem voru lögð fyrir hefur TOLD-2P málþroskaprófið sem lagt var fyrir við sjö ára aldur hæstu fylgnina eða (r = 0, 68) og skýrir það því 46% af dreifingu einkunna í 4. bekk. Líklega má skýra þetta með því að það próf er næst samræmda prófinu í tíma en aðrir þættir kunna hugsanlega að hafa haft áhrif. Við sjö ára aldur var prófið lagt fyrir í heild en við fimm ára var miðað við einstaka þætti prófsins. Dreifingin á málþroskatölunum var nær normaldreifingu við sjö ára en við fimm ára aldur sem gæti einnig haft áhrif. Af máiþroskaprófum sem voru lögð fyrir börn á leikskólaaldri hafði HLJÓM-2 prófið hæstu fylgnina við samræmt próf í íslensku í 4. bekk eða r = 0,60. Því miður var TOLD-2P prófið ekki lagt fyrir í heild sinni við fimm ára aldur en málþroskatalan gef- ur áreiðanlegastar niðurstöður við að meta málþroska barnanna (Ingibjörg Símonar- dóttir o.fl. 1995). Styttri útgáfa af prófinu og mælitala hlustunar höfðu svipaða fylgni eða r = 0,54 og r = 0,56. Börn með góða færni á málþroskaprófum við fimm og sjö ára aldur fengu meðalgóðar eða góðar einkunnir á samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk. Börn sem mældust með slaka færni á HLJÓM-2 eða á TOLD-2P við fimm eða sjö ára aldur fengu slaka eða meðalgóða einkunn á samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk. Börn sem sýndu góðan árangur bæði á TOLD-2P og HLJÓM-2 við fimm ára aldur voru að meðaltali með góða einkunn á samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk. Fimm ára börn með slaka niðurstöðu á öðru eða báðum prófunum voru að meðaltali með slaka einkunn á samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk (sjá töflur 10 og 11). Lægstu meðaltals- einkunn fengu þau börn sem voru með meðalgóðan málþroska við fimm ára aldur en slakan við sjö ára aldur. Þessar niðurstöður um samband málþroskamælinga og námsárangurs eru í sam- ræmi við niðurstöður erlendra langtímarannsókna (Beitchman o.fl., 1996; Catts o.fl, 2002; Conti-Ramsden o.fl., 2001; Johnson o.fl., 1999; Silva, o.fl., 1983; Stothard o.fl., 1998; Tomblin o.fl., 2003). Erlendar rannsóknir þar sem stórum hópi barna er fylgt eftir, börnum með slakan málþroska, meðalgóðan málþroska og mjög góðan mál- þroska, eru sjaldgæfar. Með því að fletta upp í leitarvélum á netinu (PubMed og Proquest 5000) og slá inn leitarstrenginn langtítnarannsóknir á málþroska (longitudinal studies on language development) má finna nokkur hundruð rannsóknir. Engin þeirra fjallar þó um það hvernig börnum með málþroska í meðallagi eða góðan mál- þroska vegnar í námi. Kennsla og þjálfun barnanna Þar sem börnin dreifðust á 34 grunnskóla er ekki hægt að meta áhrif kennslu eða sér- kennslu á getu einstakra nemanda. Þau böm sem sýna framfarir á milli ára, sérstak- lega börn sem sýna miklar framfarir, fá greinilega þá örvun sem þau þurfa. Frammi- staða barnanna sem virtust vera með eðlilegan málþroska á leikskólaaldri, en mælast svo með slaka færni við sjö ára aldur og fá mjög slaka einkunn í samræmdum próf- 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.