Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 88
FORSPÁRGILDI MÁLÞROSKAMÆLINGA
Forspárgildi málþroskamælinga
Málþroskamælingar við fimm ára aldur gefa sterkar vísbendingar um hvernig börn-
um gengur á samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk. Þetta sýnir hversu nauðsynlegt er
að hafa góðan málþroska til að geta lesið, skrifað og skilið það sem til er ætlast á sam-
ræmdu prófi í íslensku í 4. bekk. Af þeim málþroskaprófum sem voru lögð fyrir hefur
TOLD-2P málþroskaprófið sem lagt var fyrir við sjö ára aldur hæstu fylgnina eða
(r = 0, 68) og skýrir það því 46% af dreifingu einkunna í 4. bekk. Líklega má skýra
þetta með því að það próf er næst samræmda prófinu í tíma en aðrir þættir kunna
hugsanlega að hafa haft áhrif. Við sjö ára aldur var prófið lagt fyrir í heild en við
fimm ára var miðað við einstaka þætti prófsins. Dreifingin á málþroskatölunum var
nær normaldreifingu við sjö ára en við fimm ára aldur sem gæti einnig haft áhrif. Af
máiþroskaprófum sem voru lögð fyrir börn á leikskólaaldri hafði HLJÓM-2 prófið
hæstu fylgnina við samræmt próf í íslensku í 4. bekk eða r = 0,60. Því miður var
TOLD-2P prófið ekki lagt fyrir í heild sinni við fimm ára aldur en málþroskatalan gef-
ur áreiðanlegastar niðurstöður við að meta málþroska barnanna (Ingibjörg Símonar-
dóttir o.fl. 1995). Styttri útgáfa af prófinu og mælitala hlustunar höfðu svipaða fylgni
eða r = 0,54 og r = 0,56. Börn með góða færni á málþroskaprófum við fimm og sjö ára
aldur fengu meðalgóðar eða góðar einkunnir á samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk.
Börn sem mældust með slaka færni á HLJÓM-2 eða á TOLD-2P við fimm eða sjö ára
aldur fengu slaka eða meðalgóða einkunn á samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk.
Börn sem sýndu góðan árangur bæði á TOLD-2P og HLJÓM-2 við fimm ára aldur
voru að meðaltali með góða einkunn á samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk. Fimm ára
börn með slaka niðurstöðu á öðru eða báðum prófunum voru að meðaltali með slaka
einkunn á samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk (sjá töflur 10 og 11). Lægstu meðaltals-
einkunn fengu þau börn sem voru með meðalgóðan málþroska við fimm ára aldur
en slakan við sjö ára aldur.
Þessar niðurstöður um samband málþroskamælinga og námsárangurs eru í sam-
ræmi við niðurstöður erlendra langtímarannsókna (Beitchman o.fl., 1996; Catts o.fl,
2002; Conti-Ramsden o.fl., 2001; Johnson o.fl., 1999; Silva, o.fl., 1983; Stothard o.fl.,
1998; Tomblin o.fl., 2003). Erlendar rannsóknir þar sem stórum hópi barna er fylgt
eftir, börnum með slakan málþroska, meðalgóðan málþroska og mjög góðan mál-
þroska, eru sjaldgæfar. Með því að fletta upp í leitarvélum á netinu (PubMed og
Proquest 5000) og slá inn leitarstrenginn langtítnarannsóknir á málþroska (longitudinal
studies on language development) má finna nokkur hundruð rannsóknir. Engin
þeirra fjallar þó um það hvernig börnum með málþroska í meðallagi eða góðan mál-
þroska vegnar í námi.
Kennsla og þjálfun barnanna
Þar sem börnin dreifðust á 34 grunnskóla er ekki hægt að meta áhrif kennslu eða sér-
kennslu á getu einstakra nemanda. Þau böm sem sýna framfarir á milli ára, sérstak-
lega börn sem sýna miklar framfarir, fá greinilega þá örvun sem þau þurfa. Frammi-
staða barnanna sem virtust vera með eðlilegan málþroska á leikskólaaldri, en mælast
svo með slaka færni við sjö ára aldur og fá mjög slaka einkunn í samræmdum próf-
86