Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 95

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 95
HANNA RAGNARSDÓTTIR ar í bernsku. Enn fremur er höfð til hliðsjónar rannsókn Parker-Jenkins (1995), þar sem hún kannaði m.a. trúarlegar þarfir múslimabarna í Bretlandi og tók viðtöl við kennara í skólum múslima og kennara ríkisskóla. Þar kemur m.a. fram að skólastjór- ar í skólum múslima töldu vanta vissa andlega vídd í menntun barna en kennarar ríkisskólanna höfðu meiri áhyggjur af enskukennslu. Báðir hópar kennara töluðu um þörf fyrir góð tengsl heimila og skóla og námskrá sem tæki tillit til þarfa allra hópa. í niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar Jacksons og Nesbitts (1993) á þörfum átta til þrettán ára barna hindúa í Bretlandi kemur fram að mikilvægt sé að taka tillit til trú- arlegra þarfa barnanna en ekki síður þeirrar fjölbreyttu reynslu sem aðfluttir hindúar hafa. Lífsreynsla fólksins hafi ekki síður mótað viðhorf þess en trúarbrögðin og því sé mikilvægt að virða skoðanir einstaklinganna, í stað þess að einblína á trúarbrögð- in. Loks er litið til rannsókna Baumanns (Jackson, 2004), en hann hefur m.a. fjallað um að mikilvægt sé að kanna orðræðu um menningu og trúarbrögð eins og hún birtist meðal einstaklinganna í daglegu lífi og samskiptum, fremur en að einblína á ríkjandi orðræðu um trúarbrögð og menningu, sem birtist m.a. í stjórnmálaumræðu og einkennist oft af staðalmyndum. Baumann nefnir að einstaklingar noti gjarnan ríkjandi orðræðu opinberlega, við vissar kringumstæður þegar það henti þeim og kenni sig við tilekna flokka svo sem Síkha og Asíubúa. 1 öðru umhverfi og samskipt- um skapi þeir persónulegri orðræðu; samruna ólíkrar menningar og ný tjáningar- form. RANNSÓKNARSPURNINGAR OG ADFERÐ Grundvallarspurningar í rannsókninni eru eftirfarandi: • Hvaða áhrif hefur heimamenning erlendra barna á aðlögun þeirra í skólanum? • Hvernig uppfyllir hefðbundin uppeldisfræði leikskóla á íslandi þarfir barna af ólíkum uppruna? • Hvernig uppfyllir uppeldisfræði og skólastefna grunnskóla á íslandi þarfir barna af ólíkum uppruna? Til að leita svara við þessum spurningum er könnuð reynsla nítján barna, upphaflega í fjórum leikskólum og tveimur grunnskólum í Reykjavík. Af þessum börnum eru þrjú flutt af landi brott með foreldrum sínum þegar þetta er skrifað. Hjá yngri börn- unum er athugað hvers konar viðmið, gildi og þekkingu heimamenning barnanna leggur til grundvallar. Hjá eldri börnunum er kannað hvernig reynsla þeirra af ólíku skólakerfi og heimamenningu hefur áhrif á aðlögun þeirra að íslensku skólakerfi. Leitast er við að athuga einstaka þætti fjölskyldulífs og heimamenningar, svo sem sögu og uppruna fjölskyldu, félagslega og efnahagslega stöðu foreldra, menningu, trúarbrögð og tungumál foreldra, menntun foreldra, uppeldisaðferðir, viðhorf til bernskunnar, hugmyndir um vinnu og leik og væntingar til skólans, en það skiptir miklu máli fyrir aðlögun barnanna í skólanum. í viðtölunum koma fram mikilvægar breytingar í lífi þátttakenda, félagslegar aðstæður og lífssaga (Plummer, 2001). Hvað skólana varðar er könnuð hugmyndafræði og stefna, skólamenning og ríkjandi við- 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.