Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 96
V I L J I O G VÆNTINGAR
horf, móttaka barnanna og aðlögun, kröfur og væntingar til nemenda, kennsla og
kennsluaðferðir. Þeir þættir sem athugaðir eru hjá börnunum eru m.a. skólaganga
fyrir komu til íslands, persónuleiki, félagsþroski, námshæfileikar og væntingar.
í rannsókninni er beitt eigindlegum rannsóknaraðferðum; notuð eru hálfopin við-
töl og vettvangskannanir í þeim tilgangi að fá eins nákvæmar upplýsingar og unnt er
(Ellen, 1984; Plummer, 2001; Silverman, 2000). Börnin eiga það sameiginlegt að hafa
hafið skólagöngu árið 2002 og að eiga erlenda foreldra. Voru skólarnir valdir á þeim
grundvelli. Börnin eiga fátt annað sameiginlegt. Foreldrar þeirra hafa flust til íslands
á mismunandi tímum, sumir hafa búið á íslandi um árabil, aðrir skemur. Sumir for-
eldranna komu einir í upphafi og hafa undirbúið komu fjölskyldunnar allt upp í
nokkur ár. Sumir hafa flúið stríðsástand eða erfiðar pólitískar aðstæður en enginn
skilgreindur flóttamaður er í hópi foreldra. Foreldrarnir koma frá mismunandi
menningarheimum, frá Evrópu, Asíu, Afríku og Mið-Ameríku og aðhyllast mismun-
andi trúarbrögð. Foreldrarnir eru einnig í mismunandi félagslegri og efnahagslegri
stöðu, bæði á íslandi og í upprunalandinu, þ.e. því landi sem þau bjuggu í áður en
þau fluttu til íslands. Hér er hugtakið „upprunaland" notað fremur en hugtakið
„heimaland", þar sem afstaða fólks af erlendum uppruna til þess hvað er í raun
heimaland þess er margvísleg. tannig eru dæmi um að innflytjendur líti á Island sem
sitt heimaland eftir nokkurra ára dvöl, en aðrir innflytjendur kunna að leggja ríka
áherslu á að upprunalandið sé alltaf heimaland þess. Hér á eftir verður lögð áhersla
á að kynna í stuttu máli sögu fjögurra fjöiskyldna og er lagt til grundvallar það sjón-
arhorn að saga og reynsla hverrar fjölskyldu sé einstök og hafi að vissu marki mótað
ríkjandi lífsviðhorf og afstöðu meðlima hennar (Torstenson-Ed, 2003).
Rannsóknin skiptist í tvo meginhluta, sem hvor um sig nær yfir um eins og hálfs
árs tímabil. I fyrri hluta rannsóknarinnar, sem grein þessi byggist á og fram fór á
tímabilinu frá ágúst 2002 til ársloka 2003, var rætt við kennara og skólastjóra í fyrr-
greindum skólum. I upphafi voru grundvallarspurningar er snertu hugmyndafræði
og stefnu skólanna, móttöku og aðlögun barnanna lagðar fyrir skólastjóra og kenn-
ara, en rannsókninni síðan fylgt eftir með vettvangsheimsóknum í skólana þar sem
innra starf þeirra var athugað sem og þátttaka barnanna í starfi grunnskólans. Einnig
var rætt við foreldra þeirra barna sem hafið höfðu skólagöngu árið 2002. í rannsókn-
inni var upphaflega um að ræða sex leikskólabörn og foreldra þeirra og þrettán
grunnskólabörn ásamt foreldrum þeirra. I nokkrum tilvikum er um að ræða systkina-
hópa og voru þá öll börnin tekin með í rannsóknina. 1 einu tilviki eru systkini í leik-
skóla og grunnskóla. Börnin eru upprunnin í tólf löndum.
I síðari hluta rannsóknarinnar, sem nú stendur yfir og nær til maí 2005, er samspil
skóla og heimila skoðað áfram með því að fylgjast með börnunum í skólaumhverfinu
og með samskiptum heimila og skóla frá sjónarhorni beggja aðila. Áhersla er lögð á
að kanna breytingar á stöðu barnanna og hugsanlegar orsakir þeirra. Rætt er reglu-
lega við foreldra, kennara og börn.
Upplýsingar um börnin komu frá skólastjórum og kennurum og foreldrum voru
síðan send kynningarbréf á móðurmáli viðkomandi. Af þeim tuttugu fjölskyldum
sem fengu kynningarbréf ákváðu tólf að taka þátt. Ástæður þeirra sem vildu ekki
taka þátt voru gefnar í fimm tilvikum og voru þessar: Erfið lífsreynsla (treystu sér
94