Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 100

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 100
VIIJI O G VÆNTINGAR er um að gott foreldrasamband byggist á trausti og skilningi milli foreldra og starfs- fólks og mikilvægi þess að upplýsingar um stofnunina og starfsemi hennar sé að finna á erlendum tungumálum. Einnig er fjailað um þjálfun starfsmanna í að taka á móti foreldrum. Þá kemur fram að leikskólinn sé oftast aðalvettvangur erlendra barna til að læra íslensku. Til þess að geta notið skólagöngu og annars þess sem ís- lenskt samfélag hefur upp á bjóða sé nauðsynlegt að ná góðum tökum á íslensku máli. Varðandi virkt tvítyngi er í stefnu leikskólans talað um að margar rannsóknir sýni fram á mikilvægi þess að einstaklingur tali og skilji mál foreldra sinna og eigi sér sterkt móðurmál. Því leggi leikskólar Reykjavíkur áherslu á hlutverk leikskólans í því að styrkja foreldra til að viðhalda móðurmálinu hjá barninu (Leikskóli B, 2002). Ofannefndir leikskólar byggja starf sitt á Aðalnámskrá leikskóla 1999. Þar segir m.a. um markmið leikskólastarfs að foreldrar beri frumábyrgð á uppeldi barna sinna en leikskólastarfið sé viðbót við það uppeldi sem börnin fá á heimilum sínum. Enn fremur að leikskólinn sé fyrir öll börn, óháð andlegu og líkamlegu atgervi, menningu eða trú. Þá er m.a. fjallað um að leikskólastjóra beri, samkvæmt lögum um leikskóla og reglugerð um starfsemi leikskóla, skylda til að stuðla að samstarfi heimila og leik- skóla (Aðalnámskrá leikskóla 1999). I Fjölmenningarstefnu Leikskóla Reykjavíkur frá mars 2001 kemur m.a. fram mikilvægi þess að mæta hverju barni á eigin forsendum, að byggja upp gott foreldrasamstarf með virkri þátttöku foreldra og að í leikskólan- um starfi vel menntað og áhugasamt starfsfólk (Leikskólar Reykjavíkur, 2001). Þrátt fyrir að báðir ofannefndir leikskólar byggi starf sitt á Aðalnámskrá leikskóla og Fjöl- menningarstefnu Leikskóla Reykjavíkur er ljóst að töluverður munur er á starfinu og afstöðu leikskólastjóra til starfsins er snertir erlendu börnin. I leikskóla B er menning- arleg fjölbreytni gerð sýnileg t.d. með orðum á tungumálum barnanna og með við- fangsefnum sem endurspegla fjölbreytileikann; byggist starfið m.a. á stefnu í málefn- um barna af erlendum uppruna sem kemur fram í námskrá leikskólans (Leikskóli B, 2002). í leikskóla A endurspeglast menningarlegur fjölbreytileiki ekki í sama mæli í starfinu. Þessi munur getur m.a. stafað af ólíkri reynslu og viðhorfum starfsfólks. Leikskóli B hefur mun meiri reynslu af börnum og foreldrum af ólíkum uppruna. Grunnskólabörnin Wen wen er tæplega fimmtán ára gömul kínversk stúlka. Hún byrjaði í skólanum í ágúst 2002. Wen wen kom til íslands í október 2001. Foreldrar hennar búa í Kína, en Wen wen býr hjá frænku sinni, Jing, sem hefur búið á íslandi í tíu ár með eiginmanni sínum. Þau hjónin komu upphaflega til Islands til að vinna og hafa sest hér að. Þau starfa bæði með börnum, hann á sviði sem hann hefur sérmenntun til. A heimilinu er einnig ungur sonur þeirra. Jing segir að Wen wen hafi kosið að búa á íslandi og for- eldrar hennar hafi samþykkt það. Wen wen byrjaði í skóla í ágúst 2002 (grunnskóli A) og skipti um skóla að fyrsta árinu loknu, til að vera nær heimili sínu (grunnskóli C). Að sögn Jing hefur Wen wen gengið ágætlega og líkað vel í skólanum. Hún segir Wen wen þó ekki læra eins fjölbreytt námsefni á íslandi og í Kína, enda hafi mestur tími farið í að læra íslensku. Einnig sé Wen wen komin lengra t.d. í stærðfræði en jafnaldr- ar hennar hér á landi. Á heimilinu er töluð kínverska en að öðru leyti heldur fjöl- 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.