Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 101

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 101
HANNA RAGNARSDÓTTIR skyldan ekki mikið í kínverskar hefðir, nema kínverska nýárið. Fjölskyldan heldur hefðbundnar hátíðir eins og tíðkast í íslenskri menningu, svo sem jólin. Þau aðhyll- ast ekki sérstök trúarbrögð né hátíðir þeim tengdar að öðru leyti. Jing segir að fjöl- skyldur séu samheldnar í Kína og að hér hittist vinir og vandamenn í hverri viku á heim,ili þeirra, borði og tali saman. Varðandi væntingar til skólans segir Jing að þau hjónin vilji bara að Wen wen ein- beiti sér að íslensku fyrst um sinn, en síðar geti hún valið eftir sínu áhugamáli, eins og venjan sé í Kína, en áhugamál Wen wen eru tónlist, að syngja og að mála. Jing segir að Wen wen stefni líka að því að fara í háskóla. Hún segir þó að enn sé erfitt að segja á hvaða sviði Wen wen sé sterkust, þar sem svo mikið hafi breyst þegar hún kom til Islands. Aðspurð hvernig henni lítist á aðferðir skólanna segist Jing lítið vita um starfið, þó að hún hafi talað við kennarana. Hún telur að það sé gott fyrir Wen wen, á meðan hún hefur ekki íslenskukunnáttu, að læra hana í sérkennslu, en Wen wen vilji gjarnan læra meira. Varðandi kínverskuna segir Jing að Wen wen kunni hana ekki fullkomlega en geti talað og skrifað hana ágætlega. Hún skrifi t.d. dagbók tvisvar í viku á kínversku, en nú reyni dálítið á, því stafirnir gleymist auðveldlega. Jing segir Wen wen ekki eiga mikil samskipti við íslensku börnin; það sé betra í framtíðinni að öll börnin séu saman, ekki skipt í hópa, þannig að íslensk börn séu sér og erlend börn sér. Hún telur betra fyrir Wen wen að vera í skóla nær heimili sínu, til að kynnast krökkunum í hverfinu. Jing finnst allt í lagi að Wen wen umgangist krakka á kvöldin, hún loki sig þó fullmikið af heima og fari lítið út. Jing segir Wen wen hafa heimþrá þó hún sé ánægð á Islandi. Hún hringi í foreldra sína reglulega og tali lengi við þá og einnig hitti hún þá reglulega (Viðmælandi: Jing). í skólanum þar sem Wen wen hóf nám, grunnskóla A, eru fleiri erlend börn og þau fá stuðning í námi eftir þörfum, mest fyrsta árið, þó að þau taki þátt í bekkjarstarfi að einhverju leyti frá upphafi. Ef þau þykja óvirk í bekknum eru þau send í stuðnings- kennslu. Námið er mjög einstaklingsmiðað, lagað að þörfum hvers barns. í upphafi skólagöngu er rætt ítarlega við foreldra og þeim boðið að vera með börnunum í skól- anum fyrst um sinn og sumir nýta sér það. Aðalkennari Wen wen frá upphafi, hér nefnd Lára, segir hana góðan nemanda, jákvæða, duglega og félagslega sterka. Lára hefur mótað starfið sem snýr að erlendu börnunum mest sjálf með því að sækja sér upplýsingar víða að. Hún hefur fengið önnur börn til liðs við sig til að kenna erlendu börnunum íslensku en það finnst henni ekki hafa gengið vel. Lára telur að vinskap- ur verði að koma af sjálfu sér. Unnið hefur verið að því að koma erlendu börnunum markvisst í félagsskap með þeim íslensku. Lára leggur áherslu á að hinir ýmsu aðil- ar sem málið snertir þurfi að vinna saman að því að auka samskipti barnanna. Hún leggur einnig áherslu á það við umsjónarkennarana að leyfa erlendu börnunum að njóta sín. Láru finnst skorta námsefni sem hentar erlendu börnunum en hún reynir að tengja íslenskunámið við raunveruleikann og vinna með daglega þætti. Henni finnst einnig skorta samræmt mat eða próf í íslensku sem öðru máli. Mörg erlendu barnanna séu ágætlega gefin, en það skili sér ekki í skólakerfinu þar sem þau nái ekki nógu góðri færni í íslensku. Lára leggur áherslu á að börnin viðhaldi móðurmáli sínu heima og þau hafi flest aðgang að kennslubókum á móðurmálinu. Lára segir að starf- 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.