Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 101
HANNA RAGNARSDÓTTIR
skyldan ekki mikið í kínverskar hefðir, nema kínverska nýárið. Fjölskyldan heldur
hefðbundnar hátíðir eins og tíðkast í íslenskri menningu, svo sem jólin. Þau aðhyll-
ast ekki sérstök trúarbrögð né hátíðir þeim tengdar að öðru leyti. Jing segir að fjöl-
skyldur séu samheldnar í Kína og að hér hittist vinir og vandamenn í hverri viku á
heim,ili þeirra, borði og tali saman.
Varðandi væntingar til skólans segir Jing að þau hjónin vilji bara að Wen wen ein-
beiti sér að íslensku fyrst um sinn, en síðar geti hún valið eftir sínu áhugamáli, eins
og venjan sé í Kína, en áhugamál Wen wen eru tónlist, að syngja og að mála. Jing
segir að Wen wen stefni líka að því að fara í háskóla. Hún segir þó að enn sé erfitt að
segja á hvaða sviði Wen wen sé sterkust, þar sem svo mikið hafi breyst þegar hún
kom til Islands. Aðspurð hvernig henni lítist á aðferðir skólanna segist Jing lítið vita
um starfið, þó að hún hafi talað við kennarana. Hún telur að það sé gott fyrir Wen
wen, á meðan hún hefur ekki íslenskukunnáttu, að læra hana í sérkennslu, en Wen
wen vilji gjarnan læra meira. Varðandi kínverskuna segir Jing að Wen wen kunni
hana ekki fullkomlega en geti talað og skrifað hana ágætlega. Hún skrifi t.d. dagbók
tvisvar í viku á kínversku, en nú reyni dálítið á, því stafirnir gleymist auðveldlega.
Jing segir Wen wen ekki eiga mikil samskipti við íslensku börnin; það sé betra í
framtíðinni að öll börnin séu saman, ekki skipt í hópa, þannig að íslensk börn séu sér
og erlend börn sér. Hún telur betra fyrir Wen wen að vera í skóla nær heimili sínu, til
að kynnast krökkunum í hverfinu. Jing finnst allt í lagi að Wen wen umgangist
krakka á kvöldin, hún loki sig þó fullmikið af heima og fari lítið út. Jing segir Wen
wen hafa heimþrá þó hún sé ánægð á Islandi. Hún hringi í foreldra sína reglulega og
tali lengi við þá og einnig hitti hún þá reglulega (Viðmælandi: Jing).
í skólanum þar sem Wen wen hóf nám, grunnskóla A, eru fleiri erlend börn og þau
fá stuðning í námi eftir þörfum, mest fyrsta árið, þó að þau taki þátt í bekkjarstarfi að
einhverju leyti frá upphafi. Ef þau þykja óvirk í bekknum eru þau send í stuðnings-
kennslu. Námið er mjög einstaklingsmiðað, lagað að þörfum hvers barns. í upphafi
skólagöngu er rætt ítarlega við foreldra og þeim boðið að vera með börnunum í skól-
anum fyrst um sinn og sumir nýta sér það. Aðalkennari Wen wen frá upphafi, hér
nefnd Lára, segir hana góðan nemanda, jákvæða, duglega og félagslega sterka. Lára
hefur mótað starfið sem snýr að erlendu börnunum mest sjálf með því að sækja sér
upplýsingar víða að. Hún hefur fengið önnur börn til liðs við sig til að kenna erlendu
börnunum íslensku en það finnst henni ekki hafa gengið vel. Lára telur að vinskap-
ur verði að koma af sjálfu sér. Unnið hefur verið að því að koma erlendu börnunum
markvisst í félagsskap með þeim íslensku. Lára leggur áherslu á að hinir ýmsu aðil-
ar sem málið snertir þurfi að vinna saman að því að auka samskipti barnanna. Hún
leggur einnig áherslu á það við umsjónarkennarana að leyfa erlendu börnunum að
njóta sín. Láru finnst skorta námsefni sem hentar erlendu börnunum en hún reynir
að tengja íslenskunámið við raunveruleikann og vinna með daglega þætti. Henni
finnst einnig skorta samræmt mat eða próf í íslensku sem öðru máli. Mörg erlendu
barnanna séu ágætlega gefin, en það skili sér ekki í skólakerfinu þar sem þau nái ekki
nógu góðri færni í íslensku. Lára leggur áherslu á að börnin viðhaldi móðurmáli sínu
heima og þau hafi flest aðgang að kennslubókum á móðurmálinu. Lára segir að starf-
99