Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 102

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 102
VILJI O G VÆNTINGAR semin sem tengist erlendu börnunum hafi þróast sem athvarf fyrir öll erlend börn, sem þau leita í aftur og aftur. Einnig komi fyrir að umsjónarkennarar sem eiga að taka við börnunum vilji helst að þau fari aftur í stuðningskennslu, þar sem þeir eru illa undirbúnir að taka við þeim og álag í fjölmennum bekkjum er mikið (Viðmælandi: Lára). I skýrslu um starfsemi fyrir erlend börn í grunnskóla A kemur fram að markmið- in séu aðstoð við nemendur í skólanum sem hafa annað móðurmál en íslensku eða eru tvítyngdir, undirbúningur nemenda fyrir allt skólastarf, kynning á íslenskri menningu, áhersla á tengingu við uppruna nemendanna, tungumál þeirra og menn- ingu, íslenskukennsla, fjölmenningarleg menntun fyrir alla nemendur skólans og áhersla á samvinnu allra sem eiga hlut að kennslu þessara nemenda. Lögð er áhersla á einstaklingsnámskrá með tilliti til bakgrunns nemenda og sérkenna. Einnig er lögð áhersla á heildstætt og samvirkt nám (Grunnskóli A, 2002). I vettvangsheimsókn í bekk Wen wen og viðtali við fyrsta bekkjarkennara hennar kemur fram að hún er jákvæð, dugleg og stendur sig yfirleitt vel. Hún er þó í erfið- um bekk að sögn kennarans. Samskipti hennar við íslensku börnin eru lítil og hún sækir félagsskap frekar til asískra barna í skólanum. Þau börn halda gjarnan hópinn (Viðmælandi: Jónas). í grunnskóla C, þar sem Wen wen hóf nám haustið 2003, tekur hún þátt í bekkjarstarfinu að mestu leyti, en fær stuðning eftir þörfum. Kennari henn- ar, Birna, segir hana mikla námsmanneskju og félagslega sterka. Hún sæki m.a. skóla- skemmtanir. Skólinn leggi áherslu á einstaklingsmiðað nám. Birna segir samstarf við heimili Wen wen gott (Viðmælandi: Birna). Sohni er tólf ára stúlka af asískum uppruna. Hún kom til íslands í janúar 2002 og byrjaði í skólanum í febrúar 2002. Faðir hennar, hér nefndur Abboo, hafði búið og starfað á Islandi í sjö ár áður en Sohni kom með móður sinni og þremur systkinum til íslands. Hann talar bæði ensku og íslensku ágætlega. Móðir Sohni talar lítið annað en móðurmálið en í viðtalinu ber faðirinn sumar spurningar undir hana og þau svara í sameiningu. Abboo og eiginkona hans eru sérmenntuð í upprunalandi sínu, þ.e. hafa loki sérnámi eftir skyldunám. Fjölskyldunni líkar vel að búa á Islandi. Foreldrarnir hafa starfað við matreiðslu og gengið vel að fá vinnu. Faðirinn segist fyrst hafa komið til íslands í heimsókn til skyldfólks en síðan ákveðið að prófa að vinna hér á landi. Hann segist hafa haft vinnu í upprunalandinu en á Islandi séu launin betri og gott að vera. Móðirin vann ekki utan heimilis í upprunalandinu. Aðspurður um mun á lífi fólks á Islandi og í upprunalandinu, menningu og trúarbrögðum, segir faðir Sohni að það séu einfald- lega andstæður. Fjölskyldan viðheldur menningu sinni og hefðum á heimilinu með vinum og skyldfólki. Abboo segir fólk af sama uppruna og hann vera fátt á íslandi; flest sé það skyldmenni og tengdafólk þeirra, „góður stuðningshópur" að hans sögn. Fjölskyldan aðhyllist islam og að sögn Abboo tekur hún ekki þátt í starfi múslimafé- lags í Reykjavík vegna tímaskorts, en iðkar trúna á heimilinu eftir því sem tími vinnst til. Það er einkum um helgar en ekki eins reglubundið og þau gerðu í upprunaland- inu. Móðurmál fjölskyldunnar er notað í daglegum samskiptum á heimilinu. Foreldr- arnir reyna að halda börnunum í sambandi við móðurmálið, t.d. með bókum en kenna þeim það ekki markvisst að öðru leyti. Einnig læra börnin arabísku með því að 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.