Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 102
VILJI O G VÆNTINGAR
semin sem tengist erlendu börnunum hafi þróast sem athvarf fyrir öll erlend börn,
sem þau leita í aftur og aftur. Einnig komi fyrir að umsjónarkennarar sem eiga að taka
við börnunum vilji helst að þau fari aftur í stuðningskennslu, þar sem þeir eru illa
undirbúnir að taka við þeim og álag í fjölmennum bekkjum er mikið (Viðmælandi:
Lára).
I skýrslu um starfsemi fyrir erlend börn í grunnskóla A kemur fram að markmið-
in séu aðstoð við nemendur í skólanum sem hafa annað móðurmál en íslensku eða
eru tvítyngdir, undirbúningur nemenda fyrir allt skólastarf, kynning á íslenskri
menningu, áhersla á tengingu við uppruna nemendanna, tungumál þeirra og menn-
ingu, íslenskukennsla, fjölmenningarleg menntun fyrir alla nemendur skólans og
áhersla á samvinnu allra sem eiga hlut að kennslu þessara nemenda. Lögð er áhersla
á einstaklingsnámskrá með tilliti til bakgrunns nemenda og sérkenna. Einnig er lögð
áhersla á heildstætt og samvirkt nám (Grunnskóli A, 2002).
I vettvangsheimsókn í bekk Wen wen og viðtali við fyrsta bekkjarkennara hennar
kemur fram að hún er jákvæð, dugleg og stendur sig yfirleitt vel. Hún er þó í erfið-
um bekk að sögn kennarans. Samskipti hennar við íslensku börnin eru lítil og hún
sækir félagsskap frekar til asískra barna í skólanum. Þau börn halda gjarnan hópinn
(Viðmælandi: Jónas). í grunnskóla C, þar sem Wen wen hóf nám haustið 2003, tekur
hún þátt í bekkjarstarfinu að mestu leyti, en fær stuðning eftir þörfum. Kennari henn-
ar, Birna, segir hana mikla námsmanneskju og félagslega sterka. Hún sæki m.a. skóla-
skemmtanir. Skólinn leggi áherslu á einstaklingsmiðað nám. Birna segir samstarf við
heimili Wen wen gott (Viðmælandi: Birna).
Sohni er tólf ára stúlka af asískum uppruna. Hún kom til íslands í janúar 2002 og
byrjaði í skólanum í febrúar 2002. Faðir hennar, hér nefndur Abboo, hafði búið og
starfað á Islandi í sjö ár áður en Sohni kom með móður sinni og þremur systkinum
til íslands. Hann talar bæði ensku og íslensku ágætlega. Móðir Sohni talar lítið annað
en móðurmálið en í viðtalinu ber faðirinn sumar spurningar undir hana og þau svara
í sameiningu. Abboo og eiginkona hans eru sérmenntuð í upprunalandi sínu, þ.e.
hafa loki sérnámi eftir skyldunám.
Fjölskyldunni líkar vel að búa á Islandi. Foreldrarnir hafa starfað við matreiðslu og
gengið vel að fá vinnu. Faðirinn segist fyrst hafa komið til íslands í heimsókn til
skyldfólks en síðan ákveðið að prófa að vinna hér á landi. Hann segist hafa haft
vinnu í upprunalandinu en á Islandi séu launin betri og gott að vera. Móðirin vann
ekki utan heimilis í upprunalandinu. Aðspurður um mun á lífi fólks á Islandi og í
upprunalandinu, menningu og trúarbrögðum, segir faðir Sohni að það séu einfald-
lega andstæður. Fjölskyldan viðheldur menningu sinni og hefðum á heimilinu með
vinum og skyldfólki. Abboo segir fólk af sama uppruna og hann vera fátt á íslandi;
flest sé það skyldmenni og tengdafólk þeirra, „góður stuðningshópur" að hans sögn.
Fjölskyldan aðhyllist islam og að sögn Abboo tekur hún ekki þátt í starfi múslimafé-
lags í Reykjavík vegna tímaskorts, en iðkar trúna á heimilinu eftir því sem tími vinnst
til. Það er einkum um helgar en ekki eins reglubundið og þau gerðu í upprunaland-
inu. Móðurmál fjölskyldunnar er notað í daglegum samskiptum á heimilinu. Foreldr-
arnir reyna að halda börnunum í sambandi við móðurmálið, t.d. með bókum en
kenna þeim það ekki markvisst að öðru leyti. Einnig læra börnin arabísku með því að
100