Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 103
HANNA RAGNARSDÓTTIR
lesa Kóraninn. Elstu börnin eru því í raun að læra fjögur tungumál; móðurmálið og
ensku sem þau lærðu frá unga aldri í upprunalandinu, arabísku og íslensku. Faðir-
inn bætir við að börnin hafi aðgang að krakkablöðum og sögum á móðurmálinu á
Netinu hjá kennaranum og sé það mjög gott. Eldri börnin þrjú eru í grunnskóla og
gengp öll í skóla í upprunalandinu áður en þau komu til íslands. Að sögn Abboo er
skólakerfið þar mjög ólíkt íslensku skólakerfi. Hann segir börnin vera hrifin af skól-
anum hér, einkum frelsinu. Hann telur hins vegar frelsið vera of mikið á Islandi hvað
varðar börnin. Abboo vill að börnin læri íslensku þar sem fjölskyldan hefur í hyggju
að búa á Islandi. Þau eru mest inni í bekkjum og telur hann að það sé gott, svo þau
séu ekki aðskilin frá hinum börnunum. Aðspurður hvort börnin hans eigi íslenska
vini segir hann svo ekki vera en skólinn sé að reyna að skipuleggja hópastarf til að
efla samskipti barnanna. Hann segir kennsluaðferðir og hugmyndafræði skólans
vera mjög góðar, er mjög ánægður með kennarann sem mest sinnti börnunum í upp-
hafi, segir hann mjög færan.
I samtali við foreldrana kemur fram að ekki hafa orðið árekstrar vegna ólíkra trú-
arbragða eða menningar skólans og heimilisins, ekki hafi reynt á kirkjuferðir um jól
og aðra trúarlega þætti í skólastarfinu sem valdið gætu erfiðleikum hjá þeim sem
múslimum og tekið sé tillit til trúartengdra matarvenja þeirra. Hann segir Sohni vera
frjálst að taka þátt í íþróttum sem hún stundar, sundi og öðru því sem fer fram í skól-
anum. Aðspurður um hvort honum finnist að í skólanum eigi að fræða um uppruna-
menningu þeirra segir hann að það sé nauðsynlegt að veita bæði börnum og fullorðn-
um einhverjar upplýsingar, vegna þess að fólk sé margt illa upplýst og hafi ranghug-
myndir um upprunaland þeirra (Viðmælandi: Aboo).
Sohni er í grunnskóln B. Að sögn skólastjóra, hér nefnd Dóra, hefur starfið sem snýr
að erlendum börnum verið mótað af góðu og áhugasömu starfsfólki. Það sé hins
vegar ekki allt starfsfólk skólans sammála stefnunni eða tilbúið að taka á móti börn-
unum í bekki. Hún segir að börnin séu ekki sett þar sem vitað sé að mjög neikvæð
viðhorf ríki. Aðspurð um hvort eitthvað hafi verið unnið gegn neikvæðni segir hún
að upplýsingamiðlun fari fram og reynt sé að ræða málin. Skólastjórinn segir einnig
að starfsemin sem snýr að erlendu börnunum sé dálítið einangruð frá skólanum
almennt og þyrfti að kynna hana betur. Börnin séu líka svo „illa mállaus" og vilji
halda svolítið hópinn. Þeim gangi ekki vel að tengjast félagslega. Dóra minnist á
frekar neikvæða umræðu í samfélaginu um að nýbúar séu orðnir of margir, en um
leið sé talað um hvernig eigi að styrkja þetta fjölmenningarsamfélag. Fólk sé hrætt við
að koma upp um sína eigin fordóma, t.d. þegar það sé spurt hvort það vilji fá nýbúa
í fjölskylduna. Hún segir einnig að „í skólanum hafi þau verið ótrúlega lánsöm með
nýbúa". Þeir séu mjög efnilegir námsmenn og gott fólk. Varðandi samskipti íslensku
og erlendu barnanna segir Dóra að grunnforsendan sé að samtalshæfni sé til staðar
en krakkar velji sér vini eftir því hvað þau eigi sameiginlegt. Það þurfi líka að „æfa
nýbúana í að koma sér inn í hópinn". En svo sé hópamyndun nýbúanna líka til stað-
ar og þar gildi jafnvel aðrar reglur. Einnig sé nokkrum erfiðleikum bundið að vita
hvenær fólk er endanlega sest að, erlendu fjölskyldurnar flytji sumar oft milli hverfa
og jafnvel bæja (Viðmælandi: Dóra).
101