Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 104

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 104
VILJI O G VÆNTINGAR í starfseminni sem snýr að erlendu börnunum er sérstaklega fengist við þrjá þætti: Móttöku nemenda og viðurkenningu á menningarbakgrunni þeirra, menningaráfall og afleiðingar þess fyrir nemendur og þróun kennsluhátta í íslensku sem öðru tungu- máli. Nemendur kynnast skólanum fyrstu tvær til þrjár vikurnar, fá stundaskrá ann- ars vegar á íslensku og hins vegar á sínu móðurmáli. Farið er í kynnisferð til að merkja sérgreinastofur og aðrar vistarverur í skólanum á móðurmáli viðkomandi ef þau vilja. I fjórðu viku fara nemendur í íslenskan heimabekk í skólanum í sínum ár- gangi og sækja þar tíma í sérgreinum; heimilisfræði, handavinnu, smíði, mynd- mennt, íþróttum, stærðfræði og ensku, samtals um fimmtán tíma. Einn til tveir ís- lenskir nemendur koma til erlenda barnsins, kynnast nýja nemandanum, tungumáli hans og menningu. Þessir nemendur fara eftir sömu stundaskrá og íslenski bekkur- inn og eru í stuðningskennslu í um tuttugu tíma, í tímum sem þeir geta ekki nýtt í bekknum. Kennsla í íslensku byrjar frá grunni og nemendur læra fyrst íslensk hljóð og tákn þeirra. Markvisst er byggt ofan á þennan grunn (Grunnskóli B, 2002). í Aðalnámskrá grunnskóla. Almennum hluta 1999 kemur fram að leita skuli úrræða til að bregðast við þörfum hvers nemanda. Enn fremur segir að við framkvæmd skólastefnunnar beri að halda í heiðri gildin sem hafi reynst okkur íslendingum best. Skólarnir hafi vaxið úr jarðvegi kristninnar og þær rætur megi aldrei slitna. Hins veg- ar er fjallað um að grunnskólar eigi að taka við öllum börnum, m.a. börnum úr minni- hlutahópum sem skera sig úr hvað varðar mál, þjóðerni eða menningu. Grunnskól- um sé skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt (Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti 1999). í kafla um jafnrétti til náms kemur fram að það sé grundvall- arviðmið í skólastarfi að bjóða nemendum nám og kennslu við hæfi og gefa þeim tækifæri til að spreyta sig á viðfangsefnum að eigin vali. I þessu felist ekki endilega sömu úrræði fyrir alla heldur sambærileg og jafngild tækifæri. Verkefnin skuli höfða jafnt til drengja og stúlkna, nemenda í dreifbýli sem þéttbýli og fatlaðra og ófatlaðra, óháð uppruna, trú og litarhætti (Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti 1999). Grunnskólar Reykjavíkur hafa mótað stefnu í málefnum barna með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum borgarinnar. Þessi stefna byggist á sameiginlegu leiðarljósi borgarstofnana, þ.e. reykvískt samfélag fái notið fjölbreytni í mannlífi þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virðing einkenni samskipti fólks af ólík- um uppruna (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 2000). í öllum grunnskólunum sem hér á undan er getið er unnið markvisst og öfiugt starf í þágu erlendu barnanna, en þó ólíkt. Þeir kennarar sem leiða starfið með erlendu börnunum eru áhugasamir, eru virkir í að afla sér þekkingar og móta starfið. Hver kennari hefur þó sínar aðferðir og áherslur í starfi. Börnin eru nokkuð ein- angruð og sækja einkum félagsskap til annarra erlendra barna sem þau hafa kynnst fyrst. Erlendu börnin halda gjarnan hópinn. í grunnskóla A virðast sumir umsjónar- kennarar eiga erfitt með að annast erlend börn inni í bekkjum, einkum vegna álags og skorts á þekkingu. í grunnskóla B felast erfiðleikar m.a. í því að viðhorf starfsfólks skólans til erlendu barnanna eru ólík innbyrðis og einnig er andstöðu við erlendu börnin að finna hjá sumum foreldrum. í þeim grunnskóla virðist einkum vanta al- menna samstöðu um starfið er snýr að erlendu börnunum. í grunnskóla C fellur nám 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.