Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 108

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 108
V I L J I O G VÆNTINGAR í heiðri gildin sem hafi reynst okkur íslendingum best. Skólarnir hafi vaxið úr jarð- vegi kristninnar og þær rætur megi aldrei slitna (Aðalnámskrá grunnskóla. Almenn- ur hluti 1999). í 2. grein laga um grunnskóla (66/1995) segir enn fremur að hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, sé að búa nemendur undir líf og starf í lýð- ræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skuli því mótast af um- burðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Ljóst er að tímabært er að ræða hvernig koma skuli til móts við trúarlegar þarfir allra barna í grunnskólum. Millam (2002) leggur mikla áherslu á það í bók sinni um námskrá gegn mismunun að góð meginregla sé að á meðan uppeldisvenjur og við- horf foreldra skaði ekki börnin að mati fagaðila beri að virða þau. ] orðræðu í skólum barnanna í rannsókn þeirri sem grein þessi fjallar um kemur fram nokkuð einfölduð mynd af menningu og trúarbrögðum fjölskyldnanna. I orðræðu heimilanna kemur hins vegar skýrt fram hversu margbreytileg viðhorf og gildi geta verið hjá þeim sem aðhyllast sömu trúarbrögð. Iðkun trúarbragða, reglur og áherslur í daglegu lífi eru t.d. mjög ólíkar meðal múslimafjölskyldnanna fjögurra í rannsókninni (Hanna Ragn- arsdóttir, 2003). Til að auka skilning og þekkingu á viðhorfum hverrar fjölskyldu þyrfti að kanna nánar hvernig hver fjölskylda skapar sér menningu í nýju landi. Baumann nefnir að grundvallarþekking á menningu og trúarbrögðum geti gefið mik- ilvægar vísbendingar, en hún varpi ekki ljósi á fjölbreytnina, samskiptin og breyting- arnar í lífi hverrar fjölskyldu (Jackson, 2004). Þá þarf einnig að hafa í huga að birting- arform trúarbragða eru margvísleg og hlutverk þeirra í lífi einstaklinga fjölbreytt (Stabell-Kulo, 1998). Hvað segja erlendar rannsóknir um gengi erlendra barna í grunnskóla? í umfjöll- un um gengi tvítyngdra nemenda, byggðri á rannsókn í fjölda skóla í Bretlandi, nefn- ir Wrigley (2000) að skólaþróun eða umbætur í skólum þurfi að snúast um eflingu nemenda, starfsfólks og foreldra, frekar en stjórn og yfirráð. Wrigley kemst m.a. að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að ekki sé æskilegt að skólaþróun verði vegna þrýstings ofan frá, heldur þurfi hún að eiga sér stað með faglegri og félagslegri sam- stöðu; kennarar þurfi að vera framsæknir og skapandi og leita leiða til að mæta þörf- um nemenda hverju sinni. Arangur nemenda byggist því fyrst og fremst á skóla- menningu þar sem velgengni hvers og eins leiði til virðingar jafningja og foreldra. I framhaldi af því varpar Wrigley fram spurningunni um livað teljist góður árangur hjá tvítyngdum nemendum. Hann leggur áherslu á að sá hæfileiki að skilja, miðla og hugsa á tveimur eða fleiri tungumálum sé í sjálfu sér góður árangur, en sé þó hvergi skráður. Annars konar árangur að mati Wrigleys er fjölmenningarleg vitund og ör- yggi nemenda, svo og hæfni þeirra til að færa sig milli félagskerfa og gildakerfa. í grundvallarhugmyndafræði og stefnumótun hjá Reykjavíkurborg (Leikskólar Reykjavíkur, 2001; Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 2000) kemur fram skilningur á þeim árangri sem erlend börn sýna með því að taka þátt í íslensku skólakerfi, að tvítyngd- ir nemendur auðgi íslenskt mannlíf og nýta skuli kosti fjölmenningarlegs samfélags fyrir alla nemendur. Hins vegar skortir umræðu um mat á árangri erlendra barna að þessu Jeyti. í niðurstöðum rannsóknar sinnar nefnir Brooker (2002) að námsreynsla hafi verið yfirgnæfandi jákvæð fyrir flest börnin fyrsta árið. Börnin hafi aukið við þekkingu sína 106
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.