Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 120

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 120
NÁMSSTÍLL NOKKURRA FJARNEMENDA Gagnagreining Við greiningu gagna var beitt „sífeildri samanburðaraðferð" sem í upphafi var notuð til að þróa eða uppgötva hugtök eða kenningu, en í henni felst að gögnin eru skoðuð og borin saman meðan á rannsókninni stendur. Ný vitneskja er stöðugt borin saman við þá vitneskju sem þegar hefur verið aflað (Bogdan og Biklen, 1992:164-177; Silverman 2000:179). Viðtöl og dagbækur voru afrituð og greind jafnóðum með aðstoð forritsins QSR NVivo Nud*ist sem notað er til að vinna eigindlega úr textagögnum. Gögnin voru lesin og leitast var við að finna orð, setningar, skoðanir, viðhorf, atburði o.fl. til að lykla eftir (e. code). Með hjálp forritsins voru gögnin flokkuð (e. coding categories) og greind í þemu (e. theme). Leitast var við að finna mynstur (e. pattern) með hliðsjón af þeim þáttum sem rannsóknin beindist að (Bogdan og Biklen, 1992:166-167). Rann- sóknarspurningarnar voru hafðar í huga við það verk. Námsaðferðir fjarnemenda voru greindar í þemu og atriði lykluð, t.d. hvar, hvenær og hvernig fjarnemendur stunduðu nám sitt. Á sama hátt var leitast við að greina tengsl námsstíls og fjarnáms sem námsforms, viðhorf fjarnemenda til námsins og námsumhverfi fjarnemenda með skilgreiningu Davids Kembers (1989) og kennslulíkan M. Allyson Macdonald (2001) í huga. Til að stuðla að trúverðugleika rannsóknarniðurstaðna var tvenns konar aðferðum beitt við gagnaöflun. Auk þess voru þátttakendurnir beðnir að lesa yfir viðtölin og dagbækurnar, svo og niðurstöður, greiningu og túlkanir rannsakanda. Það var gert til að ganga úr skugga um að rétt hafi verið farið með staðreyndir og til að fá viðbrögð frá viðmælendum við greiningu og túlkun. NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að áhugi og gott skipulag einkenna námsstíl fjarnemenda. Nemendur kjósa að læra einir heima hjá sér. Þeir telja að fjar- námsformið hafi m.a. aukið sjálfsstjórn þeirra og ábyrgð í námi. Nemendur telja þjón- ustu skólans vera góða en að auka megi kennsluathafnir í fjarnámmu. Notkun upp- lýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu við KHI er nauðsynleg. Tölvan er einkum notuð sem námstæki, sem stuðningur, til samskipta, til að leita upplýsinga í leitarvélum og gagnagrunnum og til umræðna á vefráðstefnum. Hafa ber í huga þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar að þær byggjast á gögnum sem aflað var með viðtölum við sex fjarnemendur sem stunduðu eða höfðu stundað nám við KHÍ. Þrír nemendur héldu auk þess dagbók um nám sitt í tvær vikur. Viðmæl- endur eru of fáir til að hægt sé að alhæfa um niðurstöðurnar. Þær geta aftur á móti gefið vísbendingar um námsstíl og námsumhverfi og aðstæður fjarnemenda við KHÍ. Hér á eftir eru dregnar saman helstu niðurstöður rannsóknarinnar og þær túlkað- ar í ljósi kenninga og rannsókna. 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.