Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 123
KRISTÍN HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR
Athyglisvert var að fjarnemendur vildu læra einir og/eða undir leiðsögn kennara
heima hjá sér og skipulögðu námið með það í huga að hafa næði til að læra. Þeir
lærðu heima á morgnana þegar börnin voru í skólanum, eða á kvöldin þegar þau
voru farin að sofa. Þeir stunda nám þar sem var góð vinnuaðstaða heima hjá þeim, í
vinnuherbergi eða í stofunni þar sem var gott ljós og þægilegt umhverfi.
Líkleg skýring á því að þeir vildu stunda nám einir er að tímasókn eða hópvinna,
sem víða er notuð í kennaranámi, er of tímafrek fyrir nemendur sem vinna með námi.
Skýringin á því, að þeir vildu stunda nám undir leiðsögn kennara, er einfaldlega sú
að það sparar þeim tíma og fyrirhöfn í námi. Þar sem nemendurnir voru konur vil ég
benda á hugmyndir Ritu og Ken Dunn (Church, 2003; Dunn, 1999) um að konur kjósi
að læra einar og/eða undir leiðsögn kennara frekar en í jafningjahópi. Alyktanir
Davids Diaz og Ryans Cartnal (1999) um að fjarnemendur vilji frekar vinna einir eru
í samræmi við niðurstöður hér að framan, en það á hins vegar ekki við um síðari
hluta ályktunar þeirra, að fjarnemendur vilji síður reiða sig á leiðsögn kennara og
samnemendur í námi. Það er ekki einhlítt að nemendur vilji læra einir heima hjá sér.
Það sem vakti sérstaklega athygli var að þrátt fyrir að nemendur kusu að stunda
nám sitt einir heima hjá sér, undir leiðsögn kennara, vildu þeir stuðning frá samnem-
endum sem voru að vinna að sama markmiði og þeir. Nokkrir viðmælenda stofnuðu
námshóp jafningja í heimabyggð. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu skipulagði náms-
hóp. Hópurinn skipti með sér verkum og hittist til að bera saman bækur sínar. Nem-
andinn taldi þetta verklag auka skilning nemenda á námsefninu. Nemandi, sem bjó
í kaupstað úti á landi, stofnaði námshóp jafningja sem bjuggu á sama stað. Hópurinn
hittist einu sinni í viku og lærði saman. Nemandinn taldi þetta fyrirkomulag gagn-
legt og lærdómsríkt. Aðrir viðmælendur, sem ekki áttu því láni að fagna að búa ná-
lægt öðrum nemendum, sögðust sakna þess að geta ekki verið í samfloti með sam-
nemendum í námi.
Þeir kvörtuðu undan einangrun frá samnemendum og kennurum. Nokkrir nem-
endur sögðust hafa átt erfitt með að aðgreina nám, starf og félags- og fjölskyldulíf og
af þeim sökum fundið fyrir auknu álagi og streitu sem hafði áhrif á nám þeirra. Þrátt
fyrir það luku þessir nemendur námi við KHÍ.
Tengsl fjarnáms sem námsforms og námsstíls
Fjarnám sem námsform eykur sjálfsstjórn og ábyrgð í námi að mati nemenda. Nem-
endur gerðu sér fljótlega grein fyrir að ef þeir ætluðu að hafa gagn af náminu við KHÍ
yrðu þeir að skipuleggja tíma sinn sjálfir og bera ábyrgð á því að lesa námsefnið og
skila verkefnum á réttum tíma ásamt því að sinna starfi, heimili og börnum. Segja má
að þeir þættir, sem nefndir voru hér að framan, komi heim og saman við ályktanir
Brian Dille og Michael Mezack, að fjarnemendur sem standa sig vel í fjarnámi tileinki
sér sjálfstæð vinnubrögð (Diaz og Cartnal, 1999).
Ábyrgð og sjálfsstjórn í námi koma skýrt fram hjá þeim sem vilja hanna námsum-
hverfi í anda hugsmíðahyggjunnar. Þeir telja að námsumhverfið þurfi að vera nem-
endamiðað þar sem áhersla er lögð á að styðja og leiðbeina nemendum í eigin þekk-
ingarleit. Hlutverk kennarans er að skapa umhverfi sem er fjölbreytt, auðugt og
hvetjandi og að leiðbeina nemendum í þekkingarleit þeirra (Jonassen, 1997; Jonassen
121