Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 123

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 123
KRISTÍN HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR Athyglisvert var að fjarnemendur vildu læra einir og/eða undir leiðsögn kennara heima hjá sér og skipulögðu námið með það í huga að hafa næði til að læra. Þeir lærðu heima á morgnana þegar börnin voru í skólanum, eða á kvöldin þegar þau voru farin að sofa. Þeir stunda nám þar sem var góð vinnuaðstaða heima hjá þeim, í vinnuherbergi eða í stofunni þar sem var gott ljós og þægilegt umhverfi. Líkleg skýring á því að þeir vildu stunda nám einir er að tímasókn eða hópvinna, sem víða er notuð í kennaranámi, er of tímafrek fyrir nemendur sem vinna með námi. Skýringin á því, að þeir vildu stunda nám undir leiðsögn kennara, er einfaldlega sú að það sparar þeim tíma og fyrirhöfn í námi. Þar sem nemendurnir voru konur vil ég benda á hugmyndir Ritu og Ken Dunn (Church, 2003; Dunn, 1999) um að konur kjósi að læra einar og/eða undir leiðsögn kennara frekar en í jafningjahópi. Alyktanir Davids Diaz og Ryans Cartnal (1999) um að fjarnemendur vilji frekar vinna einir eru í samræmi við niðurstöður hér að framan, en það á hins vegar ekki við um síðari hluta ályktunar þeirra, að fjarnemendur vilji síður reiða sig á leiðsögn kennara og samnemendur í námi. Það er ekki einhlítt að nemendur vilji læra einir heima hjá sér. Það sem vakti sérstaklega athygli var að þrátt fyrir að nemendur kusu að stunda nám sitt einir heima hjá sér, undir leiðsögn kennara, vildu þeir stuðning frá samnem- endum sem voru að vinna að sama markmiði og þeir. Nokkrir viðmælenda stofnuðu námshóp jafningja í heimabyggð. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu skipulagði náms- hóp. Hópurinn skipti með sér verkum og hittist til að bera saman bækur sínar. Nem- andinn taldi þetta verklag auka skilning nemenda á námsefninu. Nemandi, sem bjó í kaupstað úti á landi, stofnaði námshóp jafningja sem bjuggu á sama stað. Hópurinn hittist einu sinni í viku og lærði saman. Nemandinn taldi þetta fyrirkomulag gagn- legt og lærdómsríkt. Aðrir viðmælendur, sem ekki áttu því láni að fagna að búa ná- lægt öðrum nemendum, sögðust sakna þess að geta ekki verið í samfloti með sam- nemendum í námi. Þeir kvörtuðu undan einangrun frá samnemendum og kennurum. Nokkrir nem- endur sögðust hafa átt erfitt með að aðgreina nám, starf og félags- og fjölskyldulíf og af þeim sökum fundið fyrir auknu álagi og streitu sem hafði áhrif á nám þeirra. Þrátt fyrir það luku þessir nemendur námi við KHÍ. Tengsl fjarnáms sem námsforms og námsstíls Fjarnám sem námsform eykur sjálfsstjórn og ábyrgð í námi að mati nemenda. Nem- endur gerðu sér fljótlega grein fyrir að ef þeir ætluðu að hafa gagn af náminu við KHÍ yrðu þeir að skipuleggja tíma sinn sjálfir og bera ábyrgð á því að lesa námsefnið og skila verkefnum á réttum tíma ásamt því að sinna starfi, heimili og börnum. Segja má að þeir þættir, sem nefndir voru hér að framan, komi heim og saman við ályktanir Brian Dille og Michael Mezack, að fjarnemendur sem standa sig vel í fjarnámi tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð (Diaz og Cartnal, 1999). Ábyrgð og sjálfsstjórn í námi koma skýrt fram hjá þeim sem vilja hanna námsum- hverfi í anda hugsmíðahyggjunnar. Þeir telja að námsumhverfið þurfi að vera nem- endamiðað þar sem áhersla er lögð á að styðja og leiðbeina nemendum í eigin þekk- ingarleit. Hlutverk kennarans er að skapa umhverfi sem er fjölbreytt, auðugt og hvetjandi og að leiðbeina nemendum í þekkingarleit þeirra (Jonassen, 1997; Jonassen 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.