Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 124

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 124
NÁMSSTÍLL NOKKURRA FJARNEMENDA og Rohrer-Murphy, 1999; Þuríður Jóna Jóhannsdóttir, 2001). Stephen Brookfield (1995) skilgreinir sjálfsstjórn í námi sem námsferli þar sem fólk stjórnar eigin námi með því að setja sér námsmarkmið, finnur viðeigandi upplýsingar, ákveður námsað- ferðir og metur eigin framfarir. Nemendur læra að læra og bæta sig smám saman í námstækni þegar líða tekur á námið. Þeir beita ýmsum námsaðferðum við að tileinka sér námsefnið og leysa mis- munandi verkefni. Þetta var sú niðurstaða sem nemendur komust að þegar þeir voru spurðir hvort fjarnám sem námsform hefði haft áhrif á námsstíl þeirra. Eru þessar niðurstöður í samræmi við skilgreiningu Stephen Brookfield (1995), þ.e. að „að læra að læra" feli í sér leikni í að læra við mismunandi aðstæður og með ólíkum námsað- ferðum. Námskenning Ritu og Ken Dunn (Church, 2003; Dunn, 1999; Dunn, 2003) gengur út á það að hver einstaklingur hafi sinn einstaka hátt á að tileinka sér nýja þekkingu og að leysa margvísleg viðfangsefni. I þessu felst að einstaklingar eru inn- byrðis ólíkir og hafa mismunandi námsstíl sem taka þarf tillit til þegar námsumhverfi er hannað. Námsumhverfi fjarnemenda Kennsla og nám í fjarnámi við KHÍ Nauðsynlegt er að kennarar skipuleggi kennsluathafnir í samræmi við námsformið. I fjarnáminu við KHI fór hluti kennsluathafna fram í staðbundnu lotunum. I flestum tilvikum var um fyrirlestra að ræða en minna um umræður og leiðbeiningar. Fjar- nemendur töldu námsefnið vera of umfangsmikið í staðbundnu lotunum. Þeir vildu að yfirferðin væri minni svo að hægt væri að íhuga námsefnið betur. I fjarnámslotun- um hefði þurft að auka kennsluathafnir, m.a. umræður, og setja fyrirlestra og leið- beiningar á netið. í fjarnámi fara námsathafnir aðallega fram heima hjá nemendum og að hluta til á netinu. Verkefnavinna í fjarnámslotunum leiðir til dýpri þekkingar á námsefninu að mati nemenda, auk þess sem slík vinna ýtir undir sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur leita upplýsinga á bókasöfnum og á netinu og vega og meta þær upplýsingar sem fengnar eru. Námsathöfnin að glósa fyrirlestra í kennslustund er hluti námsferils. Nemendur í staðnámi sækja kennslustundir og taka niður glósur sem þeir geta haft til hliðsjónar þegar þeir djúplesa námsefnið. Þessum hluta námsferilsins er minna sinnt í fjarnámi. Nokkrir fjarnemendur sögðust skrifa hjá sér glósur þegar þeir lesa námsbækurnar heima til þess að muna námsefnið betur. Umræða um námsefnið í kennslustund gegnir mikilvægu hlutverki við skilning á námsefninu. Umræðustjórnun var í flestum tilvikum á hendi kennara. Skipulagðar umræður á vefráðstefnum um námsefnið voru mjög gagnlegar að mati fjarnemenda. Raddir allra nemenda heyrast í fjarnámi. Slíkar umræður skerpa skilning á námsefn- inu og gefa nemendum tækifæri til að íhuga innihaldið gaumgæfilega þar sem um er að ræða texta sem er aðgengilegur á netinu meðan námið fer fram. Samvinna er mikilvæg í náminu. Fjallað er sérstaklega um hópvinnu eða sam- vinnu vegna þess að mikil áhersla er lögð á hópvinnu í staðbundnu kennaranámi. 122
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.