Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 124
NÁMSSTÍLL NOKKURRA FJARNEMENDA
og Rohrer-Murphy, 1999; Þuríður Jóna Jóhannsdóttir, 2001). Stephen Brookfield
(1995) skilgreinir sjálfsstjórn í námi sem námsferli þar sem fólk stjórnar eigin námi
með því að setja sér námsmarkmið, finnur viðeigandi upplýsingar, ákveður námsað-
ferðir og metur eigin framfarir.
Nemendur læra að læra og bæta sig smám saman í námstækni þegar líða tekur á
námið. Þeir beita ýmsum námsaðferðum við að tileinka sér námsefnið og leysa mis-
munandi verkefni. Þetta var sú niðurstaða sem nemendur komust að þegar þeir voru
spurðir hvort fjarnám sem námsform hefði haft áhrif á námsstíl þeirra. Eru þessar
niðurstöður í samræmi við skilgreiningu Stephen Brookfield (1995), þ.e. að „að læra
að læra" feli í sér leikni í að læra við mismunandi aðstæður og með ólíkum námsað-
ferðum. Námskenning Ritu og Ken Dunn (Church, 2003; Dunn, 1999; Dunn, 2003)
gengur út á það að hver einstaklingur hafi sinn einstaka hátt á að tileinka sér nýja
þekkingu og að leysa margvísleg viðfangsefni. I þessu felst að einstaklingar eru inn-
byrðis ólíkir og hafa mismunandi námsstíl sem taka þarf tillit til þegar námsumhverfi
er hannað.
Námsumhverfi fjarnemenda
Kennsla og nám í fjarnámi við KHÍ
Nauðsynlegt er að kennarar skipuleggi kennsluathafnir í samræmi við námsformið.
I fjarnáminu við KHI fór hluti kennsluathafna fram í staðbundnu lotunum. I flestum
tilvikum var um fyrirlestra að ræða en minna um umræður og leiðbeiningar. Fjar-
nemendur töldu námsefnið vera of umfangsmikið í staðbundnu lotunum. Þeir vildu
að yfirferðin væri minni svo að hægt væri að íhuga námsefnið betur. I fjarnámslotun-
um hefði þurft að auka kennsluathafnir, m.a. umræður, og setja fyrirlestra og leið-
beiningar á netið.
í fjarnámi fara námsathafnir aðallega fram heima hjá nemendum og að hluta til á
netinu. Verkefnavinna í fjarnámslotunum leiðir til dýpri þekkingar á námsefninu að
mati nemenda, auk þess sem slík vinna ýtir undir sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur
leita upplýsinga á bókasöfnum og á netinu og vega og meta þær upplýsingar sem
fengnar eru.
Námsathöfnin að glósa fyrirlestra í kennslustund er hluti námsferils. Nemendur í
staðnámi sækja kennslustundir og taka niður glósur sem þeir geta haft til hliðsjónar
þegar þeir djúplesa námsefnið. Þessum hluta námsferilsins er minna sinnt í fjarnámi.
Nokkrir fjarnemendur sögðust skrifa hjá sér glósur þegar þeir lesa námsbækurnar
heima til þess að muna námsefnið betur.
Umræða um námsefnið í kennslustund gegnir mikilvægu hlutverki við skilning á
námsefninu. Umræðustjórnun var í flestum tilvikum á hendi kennara. Skipulagðar
umræður á vefráðstefnum um námsefnið voru mjög gagnlegar að mati fjarnemenda.
Raddir allra nemenda heyrast í fjarnámi. Slíkar umræður skerpa skilning á námsefn-
inu og gefa nemendum tækifæri til að íhuga innihaldið gaumgæfilega þar sem um er
að ræða texta sem er aðgengilegur á netinu meðan námið fer fram.
Samvinna er mikilvæg í náminu. Fjallað er sérstaklega um hópvinnu eða sam-
vinnu vegna þess að mikil áhersla er lögð á hópvinnu í staðbundnu kennaranámi.
122