Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1947, Page 7

Ægir - 01.04.1947, Page 7
Æ G I R 101 Þátttaka í síldveiðum með herpinót var nieiri að þessu sinni en nokkurn tíma fyrr. í'egar seint í júnímánuði fóru nokkur skip til þessara veiða, en það var þó ekki fyrr cn um það bil vika var eftir af þeim mán- uði. Aðalveiðarnar fóru fram i júlí og ágúst, svo sem jafnan áður, og var þá tala skip- nnna i ágústmánuði‘237, en í júlí 229. Sam- anborið við árið áður er þetta mjög mikil aukning, þar sem tala skipanna var þá i júlí 167, en í ágúst 158. Árið 1945 höfðu verið stundaðar meir -íldveiðar með reknetjum en mörg undan- tarin ár eða allt frá því fvrir styrjöldina, nieð því að á styrjaldarárunum mátti heita að reknetjaveiðar fyrir Norðurlandi féllu nieð ÖIlu niður. Á þessu varð áframhald a árinu 1946, þótt tæplega væru eins mörg skip, sem þá stunduðu þessar veiðar, því nð herpinótaveiðarnar héldu þá lengur ufram en 1945. Þó var tala þeirra skipa, sem Ktunduðu sildveiðar með reknetjum, hæst í september, 80 á móti 84 árið áður, í ágúst 40, en þar fyrir utan voru þau aðeins fá. Það vekur athygli, að í desember slunduðu 18 bátar síldveiðar með reknetjum, en það Þefur mjög sjaldan komið fyrir, að þær veiðar hafi verið stundaðar svo seint á ár- niu, eða með ö. o. að reknetjveiðarnar í l'axaflóa hafi haldið svo lengi áfram. Það var einnig svo, að hinar venjulegu sumar- °g haustveiðar í Faxaflóa hættu í október- niánuði og enginn reknetjabátur stundaði veiðar í nóvember, en þegar kom fram um niiðjan desember, varð vart við mikla síld- argengd á Kollafirði og sundunum í nánd við Reykjavík, og hófu þá nokkrir bátar sildveiðar með reknetjum, eða 18 talsins, og voru þær veiðar stundaðar fram á næsta ár. Undanfarin ár, styrjaldarárin og einnig a árinu 1945, voru allmörg skip, sem stund- uðu ekki veiðar, en sigldu þess i stað með isvarinn bátafisk á brezkan markað. Var liér aðallega um að ræða hin stærri mótor- skip í flotanum svo og línugufuskipin. Á árinu 1946 var óvenjulítið um það, að þessir Hutningar væru stundaðir af íslenzkum skipum. Þó voru allmörg þeirra í gangi um liávertíðina, frá febrúar til maí, og urðu flest i marzmánuði, 36 að tölu, en höfðu t. d. 1945 verið flest 38 og allmikið fleiri á því ári en árið eftir, út alla vertíðina frá janúar til maí, og einnig nokkuð síðar á árinu, að- allega um haustið. Nú lauk þessum sigling- um með öllu í júní og eftir það stundaði ekkert íslenzkt skip ísfiskflutninga. Bæði var það, að verðið á fiskinum hér innan- lands hækkaði verulega í byrjun vertíðar- innar 1946 frá því sem verið hafði seinni hluta ársins 1945, og einkum þó hitt, að verðið á brezka markaðinum var óhagstætt, en hvorttveggja þetta gerði það að verkum, að skipin sáu sér ekki fært að stunda þess- ar siglingar. Um gæftir og aflabrögð á vertíðinni á ár- inu yfirleitt verður nánar getið i köflunum hér á eftir, þegar rætt verður um útgerð- ina í hinum einstöku fjórðungum. Aflamagnið á árinu 1946 nam alls, svo sem sýnt er í töflu III, 367 719 327 kg, og er þá miðað við óslægðan fisk upp úr sjó. Ef borið er saman við árið 1944, þá hefur afla- magnið aukizt um rúmlega 37 þúsund smál. eða ta*plega 12% frá því ári. Þessi aukning á aflamagninu frá árinu áður stafar ein- göngu af því, að á síldveiðunum aflaðist. meira en hehningi meira en verið hafði þá,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.