Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1947, Blaðsíða 39

Ægir - 01.04.1947, Blaðsíða 39
Æ G I R 129 ferðir, sem ekki hafa verið reyndar áður hér við land, og xniða að því, sem hér getur á undan. Um jnöi-g undanfarin ár hafa síldveiðar verið stundaðar með botnvörpu i Norður- sjónum. Hafa veiðar þessar gefið þar mjög góða raun og eru nú orðnar mjög stór þátt- ur í síldveiðunum á þeim slóðum. Sá er þó munurinn á þeim veiðúm og síldveiðunum hér við Norðurland á sumrin, að þar er síldin við botninn og því hægt að nota hina eiginlegu botnvörjju við þær veiðar, að vísu nokkuð frábrugðna þeirri vörpu, sem not- uð er til þorskveiða, en hér er sildin ekki við botninn, heldur ýmist alveg í yfirborð- inu, þegar hún veður, eða rétt undir yfir- borðinu, og því verður að nota annars kon- ar vörpur við þær veiðar, ef stundaðar væru hér við land. Um sumarið var gerð hér tilraun nieð síidarvörpu, sem þannig átti að vera útbúin, að unnt væri að ná síldinni, þótt hún væri ekki við botninn, þ. e. a. s. rétt undir yfirhorðinu. Væri það að sjálfsögðu mjög þýðingarmikið á þeim tímum, þegar síldin ekki veður, einhverra hluta vegna. Var tekið skip á leigu með veiðarfærum frá Svíþjóð, en þar hafði þessi veiðiaðferð verið reynd með allgóðum ár- angri nú undanfarið. Var hér um að ræða vörpu, sem dregin var milli tveggja báta, og ætlað var að taka síldina á ýmsu dýpi. Uað fór þó svo að þessu sinni, að tilraunin bar ekki árangur, því að ekki var hægt að telja að neitt veiddist í vörpuna, enda þótt hún væri dregin fram og aftur um sjóinn, innan um skip, sem voru á veiðum, og þar sem síld virtist vera í sjónum undir yfir- borðinu og jafnvel í yfirhorðinu líka. Við vesturströnd Bandaríkjanna eru stundaðar síldveiðar á skipum, sem eru allmikið frábrugðin þeim skipum, sem hér hafa mest verið notuð, og veiðiaðferðin, sem við höfð er á þessum skipum, er einnig alhnikið frábrugðin þeirri, sem tíðkazt hefur hér við síldveiðar með herpinót. Að útliti eru skipin aðallega frábrugðin að því leyti, að vél og íbúðir skipverja, svo og stjórnpallur er allt framan í skipinu, lestin íiftur í og þilfarið, sem unnið er á, allt fyrir aftan stjórnpall. Fyrir nokkru vakn- aði áhugi hér á landi fyrir því að fá eitt slíkt skip til tilraunaveiða hér við land, m. a. af því, að veiðiaðferð sú, sejn við liöfð er á þessuni skipum, hefur þann kost fram yfir herpinótaveiði, að ekki þarf nema 10—11 menn á skipið á móti 16, 18 eða 20, eins og tíðkast á hinum stærri síld- veiðiskipum hér við land. Það varð því úr, að Síldarverksmiðj ur ríkisins og Fiski- málanefnd ákváðu að festa kaup á slcipi, sem var í smíðum á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og kom það til landsins á s. I. vetri, og hlaut nafnið „Fanney". Er skipið 138 rúml. Lrúttó að stærð. Gafst nú tækifæri á s. 1. sumri til þess að gera nokkrar tilraunir með þessa nýju aðferð. Megin munurinn á þessai’i veiðiaðferð og þeirri, sem mest hefur verið notuð hér við land, er í fyrsta lagi, að nótin er allmikið frábrugðin í því, að pokinn, sem á venju- legum herpinótum er í miðjunni, er á þess- ari nót i öðrum endanum, og svo hitt, að nótinni er hér kastað beint af skipinu, en ekki hafðir nótabátar eins og annai’s tíðk- ast. Er aðeins lítill prammi, sem er látinn hafa þann enda nótarinnar, sem kastað er út fyrst, og liggur hann og bíður á meðan skipið siglir umhverfis síldartorfuna og kastar nótinni út af palli, sem er aftan til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.