Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1947, Blaðsíða 48

Ægir - 01.04.1947, Blaðsíða 48
138 Æ G I R fyrr en 1. janúar 1947, að leyft var aftur að flytja út hausaðan þorsk og ufsa, og var þá verðið á þorskinuni ákveðið £ 61—8—0, en verðið á ufsanum £ 41—8—0. Meðal- verð mánaðarlega á togarafiskinum á brezka markaðinum gefur nokkra hug- mynd um, hver áhrif þessar ráðstafanir allar höfðu á verðlagið á markaðinum, þótt ekki sé það að öllu leyti sambærilegt, þar sem markaðurinn var framan af sumri, af öðrum ástæðum, mjög ótryggur, og kom það oft fyrir, að ekki náðist hámarksverð á fiskinum. Hæst var meðalverðið í janú- ar, kr. 1.55 hvert kg, en í sama mánuði 1945, sem einnig var liæsti mánuður það ár, var meðalverðið kr. 1.72 hvert kg. Strax í febrúar lækkaði verðið niður í kr. 1.52 og hélt síðan áfram að lækka jafnt og þétt þar til það komst niður í kr. 0.90 í júní- mánuði, og var það lægsti mánuður ársins. Þegar leið á sumarið, var verðið lieldur hærra, komst þó ekki upp fyrir kr. 1.00 fyrr en í október, þá var það kr. 1.01 og sama i nóvemlier, en lækkaði aftur í des- ember niður i kr. 0.96. Meðalverð á þeim fiski, sem fluttur var út með fiskflutningaskipum, það er að segja bátafiski, var eins og jafnan áður nokkuð hærra en á togarafiskinum, sem stafar aðallega af því, að þar var um verð- meiri fisk að ræða, yfirleitt meira af flat- fiski og ýsu lieldur en hjá togurunum, sem eru aðallega með þorsk og ávallt nokkuð af ufsa og öðrum verðminni tegundum. Meðalverðið á bátafiskinum var hæst í janúar, lcr. .1.64, en fór einnig lækkandi, þegar liða tók á vertíðina, og komst niður í kr. 0.43 í júnímánuði, sein stafar nær ein- göngu af ótryggum markaði. Um haustið voru engar teljandi siglingar með bátafisk og er verðið, sem þá fékkst, því ekki sam- bærilegt. Ef reiknað er út meðalverð á togarafisk- inum fyrir allt árið, kemur í ljós, að það var kr. 1.22 eða 21 eyri lægra en árið áður, og samsvarar það um 15% lækkun. Meðal- verð á þeim fiski, sem fluttur var út með fiskkaupaskipum, var yfir árið kr. 1.42, og 5. Hraðfrysting. Á árinu 1946 var meira fiskmagn tekið til hraðfrystingar en nokkurn tíma hefur verið áður, en hraðfrysting á fiski hefur verið í sífelldri aukningu undanfarin ár, einkum eftir að styrjöldin hófst. Alls tólcu frystihúsin á móti 73 113 smál. af fiski slægðum með haus, en 1945 hafði fiskmót- takan komizt hæzt upp í tæplega 61 þús. smál., samanber töflu XXIV. Eins og und- anfarin ár var að þessu sinni fryst nokkuð af hrognum, en miklu minna en verið hef- ur, eða aðeins um 177 smál., en 868 smál. næsta ár á undan. Hrognin voru nú að mestu leyti sett í salt, enda alger óvissa ríkjandi um söiu á frystuin hrognum mestan hluta vertiðarinnar, þegar hrognin berast aðallega að. Enn þá er haldið áfram að auka fisk- frystiiðnaðinn í landinu og bættust enn við nokkur hraðfrystihús á árinu. Við árslok var tala frystihúsa orðin 72, og hafa þvi er það 16 aura lækkun frá því árið áður, eða sem svarar 10%. Með þeim tilkostnaði, sem nú er orðinn á siglingum fiskkaupa- skipa og því verði á fiskinum, sem var fra hyrjun ársins 1947, má telja með öllu úti- lokað að unnt sé að flytja ísvarinn báta- fisk á brezkan markað með íslenzkum flutningaskipum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.