Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1947, Page 37

Ægir - 01.04.1947, Page 37
Æ G I K 127 þær fullgerðar hér um sumarið. Enn fluttu sænskir síldarkaupendur um 40 þús. tunn- ur til landsins undir síld þá, sem þeir höfðu gert samninga um kaup á, og loks keyptu ýmsir saltendur tunnur úr erlend- um veiðiskipum, og mun það sennilega liafa numið 20 þús. tunnum. Alls voru því tiltækar tæplega 230 þús. tómar tunn- ur til söltunar, en gert liafði verið ráð fyrir að salta all miklu meira magn, ef ekki hefði farið svo, að veiðin brást, einmitt seinni hluta vertíðar, þegar aðal söltun fer fram. Síldarútvegsnefnd leyl'ði söltun allmiklu fyrr en áður hefur líðkazt, eða frá og með 15. júlí, en árið áður hafði verið leyft að hefja söllun 25. júlí. Að leyfi til söltunar var veitt fyrr nú en áður, stafaði af því, að samningar höfðu verið gerðir við Rússa um Sölu á all miklu magni af saltsíld og ráð fyrir þvi gert í þeim samningum, að síld- arsöltun hæfist um miðjan júlí. Svo sem áður hefur verið getið, kom megin hluti síldaraflans á land fyrri hluta veiðitímabilsins og aðallega áður en nokk- ur söltun hófst að ráði. Þetta hafði það í för með sér, að söltun varð mun minni en ella hefði orðið og tókst ekki að fylla upp • þá samninga, sem gerðir höfðu verið fyrirfram um sölu á sallsíld. Alls voru salt- aðar 168 470 tunnur af síld, og voru þar af 7722 tunnur Faxasíld, sem söltuð var um haustið (sbr. töl'lu XVII). Þrátt fyrir afla- brestinn var þó um verulega aukningu að ræða frá árinu 1945, en þá voru aðeins saltaðar rúmlega 95 þús. tunnur. Af saltsíldarframleiðslunni voru nær því 80% hausskorin saltsíld, en þar næst kem- ur kryddsild með um 10% og aðrar verk- unaraðferðir með enn minna, t. d. var að- eins mjög' lítið verkað af matjessild, og hefur svo verið nú undanfarin 3 ár. Eins og jafnan áður fór langsamlega mest síldarsöltun fram á Siglufirði, enda þótt það væri nú hlutfallslega minna en verið hafði árið áður og um nokkur und- anfarin ár. Alls var saltað þar um 70% af þeirri síld, sem söltuð var á Norðurlandi um sumarið. Á fjórtán öðrum stöðum fór fram síldarsöltun, mjög misjafnlega mikil, og voru þessir staðir helztir: Hólmavík 6%, Sauðárkrókur um 5%, Drangsnes um 3%, Dalvík sama, Hrísey um 2,5% og aðr- ir staðir, svo sem Djúpavík, Húsavík, Ak- ureyri Ingólfsfjörður, Skagaströnd, Hofs- ós, Ólal'sfjörður, Grenivík og Raufarhöfn með enn minna. Síldarútvegsnefnd annaðist sölu og út- flutning allrar þeirrar síldar, sem söltuð var um sumarið. Ákvað nefndin lágmarks-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.