Ægir - 01.04.1947, Blaðsíða 19
Æ G I R
113
Jjá voru alls gerð út. Að undanteknum þeim
tíma, sem síldveiðarnar stóðu yfir, mátti
heita að flestir bátar í fjórðungnum stund-
uðu þessar veiðar. Þátttakan í þorskveið-
unum var þó minni heldur en hún hafði
verið 1945, sem stafar af fækkun bátanna,
svo sem áður liefur verið getið.
Botnvörpuveiði í salt var aðeins stunduð
í septembermánuði af einu skipi, en sú
veiði hefur ekki verið stunduð af skipum
í fjórðungnum frá því árið 1942.
Botnvörpuveiði í ís var hins vegar stund-
uð af öllum botnvörpuskipunum framan af
árinu og fram á sumarið og auk þess af
tveimur til þremur vélbátum um haustið og
framan af vetri.
Um dragnótaveiðarnar er svipað að segja
og annars staðar við landið, að þær voru
minna stundaðar þetta ár en verið hefur
undanfarið og aðeins um sumarið og
haustið. Mest voru 11 bátar við þær veiðar
og var það í september. Stafar þessi minnk-
andi þátttaka í dragnótaveiðunum meðal
annars af því, að áður voru þær aðallega
slundaðar af minni bátum, en margir af
þeim bátum bafa einmitt ekki verið gerðir
iit á árinu, meðal annars vegna aukinnar
þátttöku í síldveiðunum, þannig að vinnu-
aflið, sem annars hefði verið notað á þessa
báta, hefur verið tekið til síldveiðanna, svo
og vegna þess, að erfiðleikar voru á hag-
nýtingu aflans.
Þáttakan í síldveiðum með herpinót í júlí
og ágúst var nú nokkru meiri en árið áður,
vegna fjölgunar þeirra skipa, sem þær
veiðar geta stundað. Tala bátanna var nú
mest 36 í ágústmánuði, en hafði verið hæst
24 í sama mánuði árið áður.
Reknetjaveiðar voru einnig stundaðar í
ágústmánuði og þó aðallega í september-
mánuði eftir að herpinótaveiðunum lauk,
og voru bátarnir flestir 20 í þeim mánuði.
Aðeins tvö skip stunduðu ísfiskflutninga
þrjá fyrstu mánuði ársins, og er það sama
að segja og annars staðar á landinu, að
eftir vertíðina voru engin skip í þeim flutn-
ingum.
Telja má, að árið 1946 hafi verið í góðu
meðallagi um aflabrögð yfirleitt. Framan af
vetrarvertíðinni var mjög stormasamt svo
sjaldan gaf til veiða, enda var þá víðast
rýr afli. Þegar kom fram í miðjan febrúar
glæddist aflinn til muna, enda gerði þá
staðviðri svo að þorskveiðar voru stund-
aðar uppihaldslaust um þriggja vikna skeið
eða lengur og aflinn þá hvervetna góður.
Um sumarið voru fiskveiðar lítt stundaðar.
Dragnótaveiðar voru aðeins stundaðar af
mjög fáum bátum, af ástæðum, sem áður
getur. Þó var afli góður í dragnót, þar sem
þær veiðar voru stundaðar að staðaldri og
var talið, að mikið væri af flatfiski í ísa-
fjarðardjúpi um haustið. Um haustið var
óvenju lítið um sjósókn í Vestfirðinga-
fjórðungi, en víðast livar var aflinn sæmi-
legur og sums staðar allgóður.
c. Norðlendingafjórðungur.
Enginn botnvörpungur var gerður út i
Norðlendingafjórðungi á þessu ári og að-
eins tvö línugufuskip hluta úr árinu.
Mótorbátar yfir 12 rúml. voru flestir
gerðir út og þó var tala þeirra lægri en hún
hafði verið árið áður. Hófu nokkrir þeirra
veiðar þegar í febrúar og fór fjölgandi eftir
því sem leið á veturinn og vorið, en fleslir
voru þeir gerðir út á síldveiðarnar, 55 að
tölu. Samanborið við árið áður er þetta
heldur minni þátttaka, en þá var hún jafn-
ari, þótt þá væru aðeins 52 bátar á síld-
veiðum. Þelta gefur þó ekki rétta mynd af
tölu þessara báta á vetrarvertíð í fjórðungn-
um, með því að allmargir bátar víðs vegar
að flytja sig til Suðurlands á vetrarvertíð.
Um haustuð stunduðu aðeins fáir bátar
veiðar.
Mótorbátar undir 12 rúml. voru mjög fáir
gerðir út á árinu og hefur farið ört fækk-
andi undanfarin ár. Voru þeir aldrei fleiri
en 8, í maimánuði, og voru þeir því nær
helmingi færri en á fyrra ári. Er það sama
þróunin og alls staðar annars staðar, að
hinir litlu bátar hverfa alveg úr sögunni.
Svipað er að segja um opnu vélbátana,
þeim hefur farið ört fækkandi og voru
flestir gerðir út 58 í júlímánuði, en 101 í