Ægir - 01.04.1947, Blaðsíða 45
Æ G 1 R
135
Tafla XXI. Útflutningur bátafisks 1946—1943 (miðað við slægðan fisk með liaus).
1946 1945 1944 1943
Fjórðungar l<g kr. kg kr. l<g kr. l<g kr.
Sunnlendinga . .. Vestfirðinga .... Norðlendinga .. . Austfirðinga .... 25 444 252 1 984 429 1 442 929 5 276 983 14 396 842 1 034 567 780 087 2 733 486 44 774 286 8 781 247 6 672 018 13 270 097 25 999 451 4 192 865 3 795 726 6 459 595 48 033 739 13 387 470 9 922 208 19 705 624 24 541 414 6 486 152 4 648 713 9 076 186 46 175 795 18 741 767 10 889 641 14 945 282 23 447 821 8 943 401 5 119 538 7 179 754
Samtals 34 148 593 18 944 982 73 497 648 40 447 637 91 049 041 44 742 465 90 752 485 44 690 514
marzmánuði, 41 að tölu, en fæstar urðu
þaer í septemher 8. Það leynir sér ekki á
töflunni, að allmikil breyting hefur orðið
n ísfisksölunum frá því sem var árið áður
og verið hefur undanfarin ár. Liggur það í
þvi, að meðalsölur togaranna í hverjum
mánuði ársins eru nú mun iægri en þær
voru áður. Komst meðalsala í mánuði
aldrei jafn hátt á þessu ári og í sama mán-
oði árið áður, en varð liæst í marzmánuði
£ 10 800, en í þeim sama mánuði, sem einn-
ig var liæstur árið 1945, nam meðalsalan
rúnilega £ 12 þús. Aprílmánuður var einn-
ig með meðalsölu yfir 10 þús. pund, en úr
því fer meðalsalan mjög lækkandi, er líður
á vorið og sumarið og einnig um haustið,
þótt um lítils háttar hækkun væri að ræða
mánuðina september til nóvember, en des-
ember var aftur á móti lægsti mánuður
ársins með aðeins rúmlega £ 5400. Meðal-
sala yfir allt árið nam um £ 8200, en hafði
verið árið áður rúmlega £ 9900, svo að
lækkunin er allveruleg. Alls nam söluand-
virði ísvarins fisks, sem togararnir lönduðu
á brezka markaðinum, £ 2 259 926, eða sem
svarar tæplega 59 milljónum í íslenzkum
krónum, en það er rúmlega 42 milljónum
minna en árið áður.
Enn var það svo sem á fyrra ári, að 3
hafnir tóku við öllum ísvarða fiskinum,
sem togararnir fluttu til Bretlands. Skipt-
ust ferðirnar niður á hafnirnar sem hér
segir:
Fleetwood ............. 154 ferðir
Grimsby ................ 74 —
Hull ................... 47 _
Sú breyting hefur orðið hér á, frá því
sem var á árinu 1946, að Fleetwood hefur
nú 56% af tölu ferðanna, en hafnirnar á
austurströndinni, Grímsby og Hull, ekki
nema 44%, en höfðu um 60% áður. Aðeins
ein ferð var farin til Gravelines í Fralck-
landi.
Á árinu 1946 var flutt út isvarið rúm-
lega 34 000 smál. af afla vélbátaflotans til
sölu á brezkum markaði. Var þetta minna
en helmingur al' því, sem flutt var út á ár-
inu 1945. Er hér miðað við slægðan fisk
ineð haus. Allt þetta fiskmagn var flutt út
með íslenzkum skipum eða skipum, sem
leigð voru erlendis frá til þessara flutn-
inga, þó var mjög lítið um þess háttar
flutning á þessu ári samanborið við það,
sem verið hafði undanfarin ár. Voru það
alls 48 skip, sem þátt tóku í þessum flutn-
ingum, en ferðatala þeirra var þó mjög
misjöfn, eða alll frá einni ferð og upp í átta
lerðir á skip, en samanlögð ferðatala allra
skipanna nam alls 221, (sbr. töflu XXIII),
en hafði verið 503 árið áður. Þvi nær all-
ur bátafiskurinn var fluttur út á vetrarver-
líðinni eða til maíloka, og voru þá farnar
alls 208 ferðir á tímabilinu frá janúar til
maí, en eftir þann tima aðeins þrettán, og
þar af 9 í júní. Var fiskurinn allur seldur
á brezkum markaði.
í töflu XXI gefur að líta yfirlit yfir magn
og verðmæti úlflutts bátafisks á árunum
1943—4940, og er þar sýnt hvernig magnið
skiptist eftir landsfjórðungum. Eins og
jafnan áður er Sunnlendingafjórðungur
með lang stærsta hlutann af útflutningn-