Ægir - 01.04.1947, Blaðsíða 42
132
Æ G I R
þo eigi, svo enginn þeirra gat hafið útgerð
á því ári.
Það leiðir af sjálf sér, að tala ísfiskferð-
anna var mun minni á þessu ári en á und-
anförnum styrjaldarárum, með því að tog-
aráfnir stunduðu mi einnig saltfiskveiðar
og allverulegur hluti af úthaldstímanum
fór til þeirra veiða. Alls fóru togararnir
276 ferðir með ísfisk á móti 392 árið áður,
og var meðallengd ferðanna nákvæmlega
hin sama, eða 23,3 dagar í ferð. Hins vegar
var tala ferðanna á saltfiskveiðum 81, en
iala lithaldsdaganna á þeim veiðum 1071,
um sjöundi hluti af samanlögðum úthalds-
tíma allra skipanna yfir árið. Alls nam út-
haldstími togaranna 7558 dögum á móti
9335 dögum árið áður, og er j)að um 19%
minni úthaldstími en j)á. Þess ber þó að
gæta, að á árinu voru seldir úr landi 3
togarar og fór sá fyrsti á miðju sumri, en
hinn síðasti seint í nóvember, svo að út-
lialdstími þessara skipa, sem var fyrir neð-
an meðallag af þessum orsökum, dregur
að sjálfsögðu all mjög úr heildarúthalds-
tímanum. Meðalúthaldstimi á hvert skip
var 279 dagar, og er það 22 dögum minna
en árið áður.
Samanlagt Jifrarmagn togaranna var að
þessu sinni 38 339 föt, og er það að sjálf-
sögðu heldur minna en árið áður, þó að-
eins 9%. Hins vegar var aflamagnið, svo
sem síðar verður getið, um 20% minna.
Aðeins eitt skip stundaði síldveiðar á ár-
inu og um aðra veiði var tæplega að ræða,
einungis eilt skip, sem var nokkra daga á
veiðum, lagði aflann á land til frystingar.
í töflu XVIII er yfirlit yfir aflainagn
togaranna á árunum 1945 og 1946, skipt
eftir fisktegundum, og sýnt hvernig magn-
ið skiptist eftir mánuðum. Heildarafla-
magn togaranna á árinu varð 80 748 smál.,
eða rúml. 19 j)ús. smál. minna en það hafði
verið árið 1945, en j)á nam heildarafla-
magnið 100 169 smáb, og er hér átt við fisk
upp úr sjó. Á árinu 1945 hafði orðið all-
mikil breyting á samsetningu aflamagns-
ins eftir fisktegundum frá því sem verið
hafði árin áður, og á árinu 1946 hélt þessi
þróun áfram í sömu átt, þ. e. a. s. hluti
jjorsksins jókst allverulega, en hins vegar
varð minni hluti ufsans og einkum þó
karfans, sem á undanförnum árum hafði
verið allmikill. Rúmlega 62% af heildar-
aflanum var þorskur, en á árinu 1945 hafði
hluti þorsksins verið 50%. Hins vegar var
ufsinn t. d. á árinu 1944 með mestan hluta
aflans, eða um 49% og á árinu 1945 var
ufsinn kominn niður í 25%, og heldur enn
j)á áfram að lækka á árinu 1946, og kemst
])á niður í rmnlega 19% af heildaraflanum.
Á árinu 1945 hafði hluti karfans af heild-
araflanUm verið 14%, en varð árið 1940
aðeins tæplega 6%, en þá var ýsan með
meiri hluta en ufsinn, eða tæplega 6,5%.
Hluti ýsunnar hafði nær tvöfaldazt frá ár-
inu áður.
Þessi breyting á samsetningu aflamagns-
ins, hvað snertir hinar helztu fisktegundir,
stendur í nánu sambandi við þær breyting-