Ægir - 01.04.1947, Síða 48
138
Æ G I R
fyrr en 1. janúar 1947, að leyft var aftur
að flytja út hausaðan þorsk og ufsa, og var
þá verðið á þorskinuni ákveðið £ 61—8—0,
en verðið á ufsanum £ 41—8—0. Meðal-
verð mánaðarlega á togarafiskinum á
brezka markaðinum gefur nokkra hug-
mynd um, hver áhrif þessar ráðstafanir
allar höfðu á verðlagið á markaðinum, þótt
ekki sé það að öllu leyti sambærilegt, þar
sem markaðurinn var framan af sumri, af
öðrum ástæðum, mjög ótryggur, og kom
það oft fyrir, að ekki náðist hámarksverð
á fiskinum. Hæst var meðalverðið í janú-
ar, kr. 1.55 hvert kg, en í sama mánuði
1945, sem einnig var liæsti mánuður það
ár, var meðalverðið kr. 1.72 hvert kg. Strax
í febrúar lækkaði verðið niður í kr. 1.52 og
hélt síðan áfram að lækka jafnt og þétt
þar til það komst niður í kr. 0.90 í júní-
mánuði, og var það lægsti mánuður ársins.
Þegar leið á sumarið, var verðið lieldur
hærra, komst þó ekki upp fyrir kr. 1.00
fyrr en í október, þá var það kr. 1.01 og
sama i nóvemlier, en lækkaði aftur í des-
ember niður i kr. 0.96.
Meðalverð á þeim fiski, sem fluttur var
út með fiskflutningaskipum, það er að
segja bátafiski, var eins og jafnan áður
nokkuð hærra en á togarafiskinum, sem
stafar aðallega af því, að þar var um verð-
meiri fisk að ræða, yfirleitt meira af flat-
fiski og ýsu lieldur en hjá togurunum, sem
eru aðallega með þorsk og ávallt nokkuð
af ufsa og öðrum verðminni tegundum.
Meðalverðið á bátafiskinum var hæst í
janúar, lcr. .1.64, en fór einnig lækkandi,
þegar liða tók á vertíðina, og komst niður í
kr. 0.43 í júnímánuði, sein stafar nær ein-
göngu af ótryggum markaði. Um haustið
voru engar teljandi siglingar með bátafisk
og er verðið, sem þá fékkst, því ekki sam-
bærilegt.
Ef reiknað er út meðalverð á togarafisk-
inum fyrir allt árið, kemur í ljós, að það
var kr. 1.22 eða 21 eyri lægra en árið áður,
og samsvarar það um 15% lækkun. Meðal-
verð á þeim fiski, sem fluttur var út með
fiskkaupaskipum, var yfir árið kr. 1.42, og
5. Hraðfrysting.
Á árinu 1946 var meira fiskmagn tekið
til hraðfrystingar en nokkurn tíma hefur
verið áður, en hraðfrysting á fiski hefur
verið í sífelldri aukningu undanfarin ár,
einkum eftir að styrjöldin hófst. Alls tólcu
frystihúsin á móti 73 113 smál. af fiski
slægðum með haus, en 1945 hafði fiskmót-
takan komizt hæzt upp í tæplega 61 þús.
smál., samanber töflu XXIV. Eins og und-
anfarin ár var að þessu sinni fryst nokkuð
af hrognum, en miklu minna en verið hef-
ur, eða aðeins um 177 smál., en 868 smál.
næsta ár á undan. Hrognin voru nú að
mestu leyti sett í salt, enda alger óvissa
ríkjandi um söiu á frystuin hrognum
mestan hluta vertiðarinnar, þegar hrognin
berast aðallega að.
Enn þá er haldið áfram að auka fisk-
frystiiðnaðinn í landinu og bættust enn við
nokkur hraðfrystihús á árinu. Við árslok
var tala frystihúsa orðin 72, og hafa þvi
er það 16 aura lækkun frá því árið áður,
eða sem svarar 10%. Með þeim tilkostnaði,
sem nú er orðinn á siglingum fiskkaupa-
skipa og því verði á fiskinum, sem var fra
hyrjun ársins 1947, má telja með öllu úti-
lokað að unnt sé að flytja ísvarinn báta-
fisk á brezkan markað með íslenzkum
flutningaskipum.