Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 25

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 25
Æ G I R 159 Tafla XIV. Þátttaka í síldveiðunum 1948 og 1947 (herpinótaskip). 1948 1947 *o c *o á W Q, 5 E £ a cs "a •3 B rt Q, rt a Tegund skipa Botnvörpuskip H «c 23 S rt o H A í-s ca 2 rt oj H — 4 1196 87 4 5 1565 114 5 Gufuskip 9 1713 175 9 10 1942 218 10 Mótorskip 229 16916 3252 223 249 17140 J733 239 242 19825 3514 236 264 20647 4065 254 Eins og verið hefur undanfarin ár var þátttaka tog'aranna í síldveiðunum mjög lítil og voru aðeins 4 skip, sem fóru til þeirra veiða, en höfðu verið 5 árið áður. Síuna er að segja um önnur gufuskip, að þau voru aðeins fá, eða 9 á móti 10 árið áður, enda er nú orðið mjög lítið cftir af þeim skipum, og þau þó helzt notuð til sildveiða. Mótorskipin voru að þcssu sinni 229 að tölu af öllum stærðum, og' var það 20 færra en árið áður. Voru þau með 223 nætur á móti 239 nótum árið 1947. Afla- bresturinn á síldveiðunum þrjú undan- farin ár gerði það að verkum, að menn voru yfirleitt ekki mjög bjartsýnir, þegar haldið var til veiða í byrjun júlímánaðar, enda átti rejmslan eftir að sýna það, að engin ástæða var til bjartsýni. í byrjun júlí fóru flest skipin norður og út á miðin, en lítið varð þá síldar vart. í annarri viku júlimánaðar veiddist fyrsta síldin, en að- eins var um smávægilegan reytingsafla að ræða, bélt svo áfram allan júlimánuð, að sáralítið veiddist, enda kom á land í þeim mánuði aðeins um % hluti heildaraflans yfir sumarið. Framan af ágústmánuði glæddist aflinn heldur, en þó var aðeins um reyting að ræða. Eftir miðjan ágúst- mánuð kom tæplega helmingur alls afl- ans á land. Meiri hluti þess, sem aflaðist, mun hafa aflazt á austursvæðinu, en jiað hefur yfir- leitt verið einkenni aflaleysisáranna und- anfarið, að síldin hefur haldið sig með mesta móti á þeim slóðuin. Þetla var þó ekki svo á árinu 1947, eða að minnsta kosti ekki eins áberandi eins og ella, en þá veiddist síldin tiltölulega meira á mið- svæðinu. Heildaraflinn yfir síldarvertiðina nam aðeins um 53 þús. smál., en hafði á ver- líðinni 1947 verið um 122 þús. smál. Þeg- ar þess er g'ætt, að vertíðin 1947 var með lélegra móti og þátttakan í veiðunum mjög svipuð, sést á þessu, hversu gífurlegur veiðibrestur hefur hér orðið. Kemur þetta einnig mjög greinilega fram í töflu XV, þar sem sýndur er afli herpinótaskipanna. Meðalafli allra skipanna varð að þessu sinni aðeins 1 792 mál og tunnur á hverja nót, og er það læg'ri meðalafli en verið hefur hin aflaleysisárin, jafnvel lægra en 1945, sem var þó með afbrigðum lélegt aflaár. Þá var meðalaflinn 2 500 mál og tunnur, en hins vegar árið 1946 4 636 mál og tunnur og árið 1947 3 543 mál og tunnur. Hefur því meðalaflinn á árinu 1948 verið rétt rúml. helmingur af þvi, sem hann var árið áður. Nokkuð er það misjafnt, hver var með- alafli hinna einstöku skipaflokka. Voru mótorskipin liæst með 1 993 mál og' tunn- ur, en það er þó aðeins rúmlega helmingi minna en verið hafði árið áður og lægst af því, sem verið hefur á hinum 4 afla- leysisárum. Næst í röðinni koma svo gufuskipin með 1914 mál og tunnur eða læplega þriðja hluta af því, sem afli þeirra var árið áður. Þriðju í röðinni voru svo mótorbátar 2 um nót, sem voru reyndar að þessu sinni mjög fáir eða aðeins 4, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.