Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1949, Qupperneq 35

Ægir - 01.08.1949, Qupperneq 35
Æ G I R 169 verulega á árinu. Á árinu 1947 hafði tala þeirra verið um 277, en á þessu ári var tal- an eftir því, sem næst verður komizt, nær þvi 350. Örugg vissa er um að frá Noiægi komu 258 skip og frá Svíþjóð 65 skip, en ekki eru öruggar heimildir fyrir tölu skip- anna frá Danmörku og Finnlandi, en sennilega munu þau hafa verið svipuð og árið áður eða 5 frá hvoru landi og enn fremur 1 eða 2 frá Þýzkalandi. En nú skeði það, sem ekki hefur verið áður, að rússneskur síldveiðileiðangur kom upp að Norðurlandinu með allmörg' skip, en um tölu þeirra er ekki vitað með vissu. Norsku skipin voru að þessu sinni 56 fleiri en verið hafði árið áður, og liefur þeim stöðugt farið fjölgandi eftir styrjöld- ina. Af þessum skipum voru 84 eingöngu með herpinót, 15 með hvorttveggja, herpi- nót og reknet, og 173 eingöngu með rek- net. Enn fremur voru 4 skip, sem ekki höfðu nein veiðarfæri, en voru í flutningum. Alls lönduðu þessi skip 206 810 tn„ en árið áður hafði samanlagður afli þeirra verið 193 337 tn. í reknet nam veiðin 123 527 tn., í herpinót var veitt 58 447 tn„ en þau skip, sein stunduðu veiðar með háðum veiðal'færunum á vertiðinni, fluttu heim 24 836 tn. Meira en helmingur af norsku sildinni, eða 110 352 tn„ var verkað á þann hátt, að síldin var hausskorin og slóg- dregin, þar næst kom kryddsíld með 57 295 tn„ þá sykursöltuð síld með 17 164 tn„ þá venjuleg saltsild með 10 059 tn. og matjessíld með 9 979 tn og' loks ýmsar aðr- ar verkunaraðferðir 1 961 tn. Frá Svíþjóð komu alls 78 skip, og var það 13 skipum fleira en árið áður. Af þessum skipum stunduðu 65 veiði með reknetjum og veiddu alls 41 828 tn„ sem voru verk- aðar þannig, að 18 156 tn. var hausskorin og slógdregin síld og 23 672 tn. sykursölt- uð síld. Herpinótaskipin 13 að tölu veiddu alls 5 582 tn. og var sú síld verkuð þannig, að 4 805 tn. var hausskorin og slógdregin síld, 769 tn. kryddsöltuð og 8 sykursöltuð. Alls var því afli sænsku skipanna 46 633 tn„ en liafði verið um 40 000 tn. árið áður. Bæði hjá sænsku og norsku bátunum reyndist meðalveiðin nokkuð meiri hjá reknetjabátunum en herpinótabátunum og endurspeglaðist þar mjög greinilega afla- bresturinn, sem var svo tilfinnanlegur hjá íslenzku skipunum. Meðalveiði norsku reknetjabátanna var 740 tunnur, en herpi- nótabátarnir fengu 713 tunnur að meðal- tali. Meðalveiði sænsku reknetjabátanna var 644 tunnur, en meðalveiði herpinóta- hátanna 370 tunnur. Að visu mun það vera svo, að bæði Svíar og Norðmenn töldu þessa vertíð með rýrara móti, en ekki þó svo rýra, að um nein stórkostleg' vandræði þess vegna væri að ræða. En liætt er við, að rýrt hefði þótt hér á landi, ef meðalveiði bátanna hefði ekki orðið meiri en þeirra sænsku og norsku. Um veiði annarra erlendra skipa er litið ’ itað, annað en það, að hún mun ekki hafa verið neinu betri, nema síður sé, en hinna norsku og sænsku. B. Velrarsíldveiðin. Hin mikla síldveiði, sem var í Faxaflóa veturinn 1947 til 1948, vakti hjá mönnum vonir um, að hér væri upph(af að nýju sildveiðitímabili á þessum slóðum. Var því hafinn undirbúningur að því að bæta mót- tökuskilyrðin fyrir sildina, sem næst veiði- svæðinu, það er að segja við Faxaflóa, og hefur áður verið getið aukningar þeirrar, sem gerð var á gömlum verksmiðjum og viðbótum hinna nýju. í ársbyrjun 1948 stóð veiði þessi sem hæst og varði fram í fyrst viku marzmánaðar, en á því tímabili veiddist alls yfir 1 millj. hektol. Langsam- lega mestur hluti síldarinnar fór til verk- smiðjanna eða 1 053 000 liektol. (saman- ber töflu XIX). Lítils háttar var flult út ísvarið til Þýzkalands og lítils háttar var einnig fryst til beitu, en raunverulega hafði meginhluti beitufrystingarinnar far- ið fram fyrir árslok 1947. Vegna þess hversu afkastalitlar verksmiðjurnar við Faxaflóa og á Vestfjörðum voru, varð að flytja langsamlega mestan hluta síldar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.