Ægir - 01.08.1949, Side 37
Æ G I R
171
3. Togaraútgerðin.
Á árinu 1948 bættust enn við allmargir
af hinum nýju togurum, og voru þeir
taldir í árslok 28, eða 13 fleiri en verið
hafði í yfiriiti yfir togaraútgerðina árið
1947. Auk þess voru svo 3 logarar, nokk-
urra ára gamlir og lítið eitt minni en ný-
sköpunartogaramir, keyptir til landsins á
árinu 1947. Tiíkoma hinna mörgu nýju
togara setti mjög annan svip á togaraút-
gerðina með því að hin nýju skip eru rnjög
mikið stærri en þau gömlu og miklu af-
kastameiri og að öllu leyti fullkomnari að
öllum búnaði.
Eins og sjá má í töflu XXI, þar sem
gefur að lita yfirlit yfir iitgerð togaranna
á árinu 1948, var talið að 50 togarar hefðu
verið gerðir út á árinu í stað 43 árið 1947.
Ekki voru þó öll þessi skip gerð út allt
árið, þar sem hvorttveggja var, að nokkur
þeirra komu ný á árinu, en önnur hurfu
á brott annaðhvort seld úr landi eða á
annan hátt.
Togararnir voru því nær eingöngu
gerðir út á ísfiskveiðar á árinu, ef irá eru
talin tvö skip, sem fóru stuttar veiðiferðir
á saltfiskveiðar og þrjú skip, sem fóru á
síldveiðar, en eilt þeirra stundaði engar
aðrar veiðar. Hefur þetta verið svo að
mestu leyti öll styrjaldarárin og árin eftir
styrjöldina að undanteknu árinu 1947,
þeg'ar nokkur skipanna fóru á saltfisk-
veiðar. Tvö skip, sem fóru á saltfisk-
veiðar tvær ferðir, höfðu samanlagt 27
úthaldsdaga, og var tala lífrarfatanna að-
eins 122, en árið 1947 höfðu skipin farið
39 veiðiferðir 488 úthaldsdaga, og var tala
lifrarfatanna rétt um 4000.
Mjög mikil aukning varð á þátttökunni
í ísfiskveiðunum, sem að líkum lætur við
tilkomu hinna mörgu nýju skipa, og var
tala veiðiferðanna 506 eða um 198 fleiri en
verið hafði árið 1947. Alls var úthalds-
dagafjöldi á isfiskveiðunum 13 776 á móti
7 973 árið áður, og er hér um að ræða
fleiri úthaldsdaga á ísfiskveiðum en
nokkru sinni áður. Um tölu lifrarfatanna
er svipað að segja, að þar hefur orðið mjög
mikil aukning frá fyrra ári, og liefur lifrar-
fatatalan nú orðið hærri en nokkurn tíma
fyrr, eða alls 79 358 á móti 43 219 árið