Ægir - 01.08.1949, Síða 41
Æ G I R
175
Tafla XXII. ísfisksölur togaranna 1948 og 1947.
Meðal- Sala i mánuði Meðal
Ár Sölu- Sala i mánuði sala Ár Sölu- ferðir sala í ferð £
ferðir £ £ £
1948 29 253 724 8 749 1947 21 129 842 6 183
34 301 072 8 855 — 24 197 742 8 239
35 340 957 9 742 — 26 230 289 8 857
Apríl — 56 599 514 10 706 32 306 891 9 590
Maí 48 521 521 10 865 — 27 223 266 8 269
45 471 823 10 485 — 15 81 054 5 269
42 359 059 8 549 9 59 803 6 465
41 361 495 8 817 — 22 142 229 6 645
52 533 305 10 256 — 22 179 892 8 177
Október — 42 367 714 8 756 — 35 314 520 8 986
39 327 599 8 400 — 35 322 726 9 221
Desember — 43 402 522 9 361 — 40 359 385 8 985
Samtals 506 4 840 305 — 308 2 547 639 —
þús. smál., svo að bátafiskurinn er að
sjálfsögðu margfalt meiri nú. Þó var út-
flutningur bátafisks mjög lítill saman-
borið við það, sem verið hefur um mörg
undanfarin ár, að undanteknu árinu
1947. Auk þess fisks, sem fluttur var út
af bátaflotanum og hér er getið um, var
flutt út nokkuð af síld eða alls um 3 þús.
smál., og fór það til Þýzkalands.
í töflu XXII er yfirlit yfir ísfisksölu tog-
aranna á árunum 1948 og 1947. Fjöldi
söluferðanna var að þessu sinni meiri en
nokkru sinni fyrr og nam 506, en hafði
verið 308 árið áður. Gætir hér að sjálf-
sögðu mjög viðbótar þeirrar, sem varð i
togaraflotanum á árinu, enda voru flestir
hinna nýju togara gerðir út á ísfiskveiðar
allt árið. I janúarmánuði voru farnar að-
eins 29 söluferðir, en þegar leið á vertíð-
ina, fór ferðunum fjölgandi og urðu flesl-
ar í aprílmánuði 56 að tölu. Eins og jafn-
aðarlega fækkaði ferðunum aftur, þegar
leið fram á sumarið, enda eru þá mark-
aðsskilyrði oft hvað erfiðust. Um haustið
fjölgaði ferðunum aftur og í september
voru þær 52.
Brúttó andvirði togarafisksins nam á ár-
inu £ 4 840 303. Það samsvarar rúml. 126
millj. kr. Hefur því verðmætið aukizt um
90% frá árinu áður, en þá nam það um
66% millj. kr. Hefur andvirði ísfisksins
frá togurunum aldrei verið jafn mikið á
á einu ári.
Síðustu árin áður en nýsköpunartogar-
anna fór að gæta, hafði meðalsala togar-
anna farið lækkandi, vegna lækkandi fisk-
verðs á brezka markaðnum. Þegar á árinu
1947 hækkaði meðalsalan og var þá £ 8 271
yfir allt árið. Á árinu 1948 hélt meðalsalan
enn áfram að hækka og varð nú yfir allt ár-
ið £ 9 566. Meðalsalan var allbreytileg frá
mánuði til mánaðar svo sem kemur fram í
töflunni. Framan af árinu eða í janúar var
meðalsalan £ 8 749, en fór heldur hækkandi
eftir því, sem leið á vertíðina enda jókst þá
aflamagnið og varð hæst í maímánuði
£ 10 865. Eftir það lækkar meðalsalan
aftur um sumarið, en þegar liður á sum-
arið og fram á haustið, verður vart nokk-
urrar hækkunar, og í seplembermánuði
var meðalsalan £ 10 256. Fór hún nú aftur
lækkandi, þegar leið fram á haustið og
var í nóvember lægst yfir árið £ 8 400, en
hækkaði síðan aftur í desember upp í £
9 361. Samanborið við fyrra ár var liér um
töluverða liækkun að ræða, og var meðal-
salan í hverjum mánuði liærri alla mánuði
ársins að undanteknum mánuðunum októ-
ber og nóvember. T. d. fór meðalsalan á
árinu 1947 aldrei upp i £ 10 000, en á ár-