Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Síða 43

Ægir - 01.08.1949, Síða 43
Æ G I R 177 segja aðallega Grímsby, en aftur fækkaði ferðunum aillmjög til Fleetwood. Ferðirnar til Þýzkalands skiptust þannig á milli hafnanna: Bremerhaven ........ 110 ferðir Cuxhaven ............. 81 — Hamborg .............. 51 — Samtals 242 ferðir Af bátafiski var flutt út ísvarið á árinu 8 681 smál., og var það mikið meira en árið 1947, en þá var ittflutningur báta- l'isks aðeins 1 485 smál. (miðað við slægð- an fisk með haus). Yfirlit yfir þennan út- flutning er að finna i töflu XXIII. Aðal- lega var bátafiskurinn fluttur út seinni hluta vetrarvertíðarinnar og um vorið og svo aftur nokkuð um haustið. Fóru 35 skip allls 75 ferðir með ísvarinn bátafisk, aðal- lega til Bretlands, og var brúttósala þess- ara skipa £ 381 681. Árið áður var tala ferðanna aðeins 20 og brúttósalan þá £ 83 941. Mest af bátafiskinum kom úr Norðlendingafjórðungi, aðallega frá Eyja- firði, eða tæplega 4 000 smál. Var mest af þeim fiski flutt út um vorið i maí og júní og svo aftur um haustið í októher og növembermánuði. Voru taldir erfiðleikar á að hagnýta fiskinn, sem veiddist á þess- um slóðum á annan hátt, bæði vegna skorts á frystihúsum og einnig vegna hins, að fiskurinn er yfirleitt smár og erfiður til vinnsilu. Úr Sunnlendingafjórðungi fóru læplega 2 500 smál., að langmestu ieyti frá Vestmannaeyjum á vertíðinni, en þaðan var fiskurinn fluttur vegna erfið- leika á hagnýtingu hans, þegar mest barst að á vertiðinni. Úr Austfirðingafjórðungi var flutt út rúml. 2 000 smál. og var nokk- uð af því frá Hornafirði á vertíðinni, en þó meiri hlutinn fluttur út uin haustið. Þegar lögin um ríkisábyrgð vegna báta- útvegsins voru endurnýjuð fyrir árið 1948, var gengið út frá því að verð á fiskinum yrði að mestu leyti óbreytt eða eins og áð- ur kr. 0.65 pr. kg fyrir þorsk og ýsu og löngu slægt með haus og fyrir annan fisk samsvarandi. Þó var gerð breyting að því er snerti flatfiskinn, og var hann lækkaður úr kr. 1.80 í kr. 1.60, þar sem talið var, að ekki hefði gætt samræmis í verðinu á hon- uin samanborið við annan fisk. Hámarksverð það á ísfiski, sem ákveðið hafði verið í Bretlandi 20. september 1947, gilti óbreytt að mestu leyti árið 1948, eða þar til 1. desember það ár. Var þá ákveðið njdt hámarksverð, sem þýddi nokkra Iireytingu á ýmsum fisktegundum og að- allega þeim tegundum, sem íslenzku tog- ararnir veiða mest af. Varð breyting þessi til nokkurrar lækkunar. T. d. lækkaði þorskur um 3,5%, ýsa um 3,3% og ufsi um nær 5%. Sýnir eftirfarandi yfirlit breyt- ingar þær, sem urðu á verðinu: Slægt með haus: Fyrir Va £-s-d Eftir Ms £-s-d Heilagfiski . 10- 5- 0 10- 5- 0 Flatfiskur (koli) . . . 6-18- 4 6-18- 4 Steinbítur . 2- 0-10 O 1 o 1 Slægt og hausað: Þorskur . 3- 5-10 3- 3- 4 Ýsa .. 4-3-4 4- 0-10 Ufsi . 2- 5-10 2- 3- 4 A árinu 1947 var í fyrsta skipti eftir styrjö’ldina gert samkomulag við Breta um löndun á isfiski úr íslcnzkum skipum í brezkum höfnum, sem hafði í för með sér takmarkanir á því magni, sem þar mátti landa. Var miðað við árið 1946 fyrir tíinabil það, sem samkomulagið gilti, en það var apríl til ágúst. Fyrir árið 1948 var þetta samkomulag endurnýjað að mestu Tafla XXV. ísfisksölur annara skipa en togara í hverjum mánuði 1948. Tala Brúttó söluferða sala £ Febrúar . Marz ... April ... Maí..... Júni .... Október . Nóvember Desember 2 6 933 3 13 383 9 58 729 12 63 050 13 60 607 9 56 418 22 104 011 5 18 550 Samtals 75 381 681

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.