Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1949, Side 49

Ægir - 01.08.1949, Side 49
Æ G I R 183 saltfiskframleiðslu í Sunnlendingafjórð- ungi og var rúml. 40% af fiskinum saltað þar. í töflu XXIX er yfirlit yfir hvernig þetta saltfiskmagn skiptist niður á hinar einstöku veiðistöðvar fjórðungsins á ár- inu 1948 og til samanburðar á árinu 1947. Mest var saltfiskframleiðslan í Vest- mannaeyjum, tæplega 1400 smál., og er það að sjálfsögðu nokkru minna en árið áður, en þó allverulega hlutfallslega ineira, ef miðað er við hversu miklu minni fram- leiðslan var á árinu. Næst i röðinni kom Keflavík með nimlega 450 smál., þá Njarð- vikur með um 370 smál., Hafnarfjörður með um 330 smál., Reykjavík með um 290 smál. Garður og' Sandgerði samanlagt með um 390 smál. en aðrar veiðistöðvar með enn minna, eða undir 200 smál. Gætir þess mjög í skiptingunni milli veiðistöðva, að togararnir stunduðu ekki saltfiskveiðar, þar sem þeir tveir staðir, sem flesta hafa togarana, þ. e. Hafnarfjörður og Reykja- vík, eru með tiltölulega lítinn hluta af saltfiskframleiðslunni í fjórðungnum, en voru á hinn bóginn árið 1947 með tiltölu- lega mikinn hluta. Enn var Austfirðingafjórðungur næstur á eftir Sunnlendingafjórðungi i röðinni, hvað saltfiskframleiðslu snertir, og er yfir- lil yfir framleiðsluna þar í töflu XXXII. Er það vetrarvertíðin á Hornafirði, sein gerir það að verkum, hversu mikið saltað er af fiski í Austfirðingafjórðungi, en þar er um lítið annað að velja um hagnýtingu fisksins en að salta, ef ekki er um útflutn- ing á fiski í ís að ræða. Alls var framleitt af salttiski í Austfirðingafjórðungi á ár- inu um 2 261 smál., en á árinu 1947 3 110 smál., svo að nokkuð hefur magnið minnkað. Mest var að sjálfsögðu saltað á Hornafirði, eða um 430 smál., en allmikill hluti þess fisks, sem veiddist á Hornafirði var fluttur til norðurfjarðanna til söltun- ar þar, þannig' að raunverulega á Horna- fjörður miklu meiri liluta af saltfiski í fjórðungnum en fram kemur í töflunni, jiar sem t. d. mestur hlutinn af þeim fiski, sem saltaður var í Neskaupstað, rúml. 400 smál., var frá Hornafirði. Sama gildir einnig um nokkurn hluta þess fisks, sem saltaður var á Eskifirði. Allmikil söltun var einnig í öðrum veiðistöðvum, svo sem Fáskrúðsfirði rúmlega 325 smál., Stöðvar- firði rúmlega 300 smál. og Djúpavogi 260 smái. tæplega, en aðrar veiðistöðvar voru undir 200 smál. og flestar með enn minna. Var það svo á þessu ári, að í flestum veiðistöðvunum átti útgerðin ekki annars úrskostar en að salta fiskinn, þar sem óvíða var um frystihús að ræða og' útílutningur

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.