Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Síða 53

Ægir - 01.08.1949, Síða 53
Æ G I R 187 Tafla XXXIII. Yfirlit yfir saltfiskbirgðir í landinu 31. des. 1948—1944, samkvæmt talningu yfirfiskimatsmanna (talið í smál. miðað við fullverkaðan fisk). selt var þangað frystur fislcur, söltuð síld, síldarlýsi o. f 1., en á árinu 1948 voru Rússar ekki fáanlegir til neinna samninga. Fór ekki hjá því, að það ylli nokkr- um erfiðleikum, sérstaklega með tilliti til frysta fisksins, þar sem sala á honum hefur verið nokkrum erfiðleikum háð með- al annars vegna þess, hversu flest lönd í Evrópu eru illa undir það búin að taka á móti miklu magni af frystum fiski af læknilegum ástæðum. Úr þessu rættist þó miklu betur en á horfðist, vegna þess að samningar tókust um verulegt magn af frystum fiski til hernámssvæða vesturveld- anna i Þýzkalandi, en sá samningur var gerður við Efnahagssamvinnustjórnina í Washington; og var fiskurinn greiddur í dollurum. Við brezku samningana var höfð sama 'aðferð og árið áður, að því leyti, að frysti fislturinn var seldur í sambandi við síldarolíuna og var visst hlutfall á milli þessara tveggja afurða. Af þessu leiddi að minna magn af freðfiski seldist til Bret- lands á umsömdu verði, en gert hafði verið ráð fyrir i samningunum, þar sem sildveiðarnar brugðust og framleiðsla síldarolíu og útflutningur varð miklu minni en gert hafði verið ráð fyrir. Heildarútflutningur islenzkra afurða á árinu 1948 nam kr. 395 678 000.00, en þar af voru sjávarafurðir kr. 369 768þOO.OO. Er hér um að ræða mjög mikla aukningu frá þvi sem verið hafði árið áður, en verð- mæti sjávarafurðanna hafði þá verið rúm- lega kr. 267 millj. Nemur aukningin þvi rúml. 38%. Hluti sjávarafurðanna af heildarútflutningi landsins hefur því num- ið 93,4%. Var það nokkru meira en verið hafði árið áður, en þá nam hann 91.9%. Hefur hluti sjávarafurðanna i útfluningn- um jafnaðarlega um mörg undanfarin ár numið um og yfir 90%. Af sjávarafurð- unum eru það tiltölulega fáir afurða- flokkar, sem hafa inikla þýðingu í útflutn- ingnum á árinu 1948 og þrjú undanfar- andi ár. 1948 1947 1946 1945 % % % % fsvárinn fiskur . . 24,4 16,0 25,5 42,8 I’reðfiskur 17,2 25,9 25,0 26,2 Síldárolía 20,1 19,4 11,0 5,6 Sildar- ogfiskimjöl 11,2 6,1 4,8 1,6 Lýsi 9,1 8,5 11,7 13,5 Saltfiskur 8,3 17,6 7,7 0,5 Saltsild 6,2 4,9 11,5 7,0 Samtals 96,5 98,4 97,2 97,2 Að undanteknu árinu 1947 hefui • ís- varði fiskurinn um mörg undanfarin ár, eða öll styrjaldarárin, verið þýðingarmesti afurðaflokkurinn og var svo enn á árinu 1948 eða 24,4% af útflutningi sjávarafurð- anna. Var hér um að ræða meira en 50% aukningu frá árinu 1947. Næst í röðinni

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.