Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Síða 54

Ægir - 01.08.1949, Síða 54
188 Æ G I R kom síldarolía með 20,1%. og var það nokkuð Iiærra en á árinu 1947, sem staf- aði af hinni miklu veiði um veturinn 1947 til 1948, en öll sú síldarolía, sem þá var unnin úr vetrarsíldinni, var flutt út á ár- inu 1948. Þriðji í röðinni kemur freðfisk- urinn með 17,2% og er þar um allverulega breytingu að ræða frá árinu áður, en þá var hluti freðfisksins í sjávarafurðaút- flutningnum 25,9%. Að vísu hefur út- flutningur freðfisks minnkað aðeins á ár- inu, sem stafaði aðallega af því, að til- tölulega meiri birgðir af freðfiski voru enn í landinu í árslok en á sama tíma árið áð- ur. Síldar- og fiskmjöl var nú allverulegur hluti af útflutningnum, eða 11,2% á móti 0,1% árið áður. Stafaf þessi aukning að- allega af södarmjölsframleiðslunni frá vetrarsíldveiðinni 1947 til 1948, en öll sú framleiðsla, sem út var flutt, fór á árinu 1948. Hluti þorskalýsisins var að þessu sinni 9,1%, eða aðeins hærri en árið áður, þá var það 8,5%, og stendur það i beinu sambandi við aukinn afla togaranna, sem framleiða verulegan hluta þorskalýsins. Saltfiskiitflutningurinn var mjög mikið minni á þessu ári en liinu fyrra, eða 8,3% á móti 17,6%, sem stafar al' minnkandi framleiðslu saltfisks á þessu ári, sem áð- ur hefur verið gerð nokkur grein fyrir. Loks er saltsildin með 6,2% á móti 4,9% á árinu 1947. Var saltsíldarframleiðslan allverulega mikið meiri á árinu 1948 en ár- ið áður, enda þótt heildarsildveiðin væri mun minni. Þannig eru þessir 7 afurðaflokkar sam- anlagt 96,5% af öllum 'útflutningi sjávar- afurðanna, en aðrar afurðir hafa því til- lölulega litla þýðingu. Útflutningur sjávarafurðanna skiptist nú á fleiri lönd en árið áður eða alls 34, og er það 10 fleiri en þá var. Er það hvort- tveggja, að gerðar eru tilraunir um sölu á afurðum í sífellt fleiri löndum og einnig hitt, íið á s. I. ári keypti barnahjálp sam- einuðu þjóðanna nokkurt magn af þorska- lýsi til dreifingar í ýmsum löndum, sem annars verzila ekki að jafnaði við ísland, Tafla XXXIV. Saltfiskútflutningurinn 1948—1946 (miðað við verkaðan fisk). 1948 1947 1946 kg kg kg Janúar 898 060 391 500 » Febrúar 651 770 329 000 1 340 Marz 1 303 130 2 264 500 15 670 Apríl » 430 1 504 800 Mai 2 103 050 2 795 850 1 620 500 Júní 537 800 1 578 030 » Júlí 749 270 3 230 280 000 Ágúst 119 570 123 770 » Scptember .... 900 540 3 428 220 3 300 Október 2 601 800 3 539 030 866 700 Nóvember .... 444 030 23 670 1 677 300 Desember .... 107 600 3 557 670 1 317 370 Samtals 10 416 620 18 034 900 7 286 980 þannig að tala þeirra landa, sem fengu þorskalýsi var töluvert meiri en eðlilegt má teljast. Töluverð hreyting hefur orðið á því innbyrðis milli landanna hversu mikið af útflutningnum hefur farið til hinna ýmsu landa, og er hreytingin þó aðallega í því fólgin, að Rússland, sem hafði meira en fimmta hluta af útflutningnum á árinu 1947, var nú með aðeins 1,6%, en hins vegar Þýzkaland, sem keypti þvínær ekk- ert á árinu 1947, tók nú á móti 18,8% af útflutningnum, og var það aðallega ísfisk- ur og síldarlýsi, og einnig' lítið eitt af is- varðri síld. Nokkrar breytingar aðrar hafa orðin innbyrðis milli landanna, t. d. minnk- andi hluti Bretlands úr 37,8% í 30,3%, sem stafaði meðal annars af þvi, hversu síld- veiðarnar brugðust og útflutningur af síldarmjöli og' síldarolíu varð því mun minni en gera hafði mátt ráð fyrir. Hins vegar jókst mjög mikið útflutningurinn til Hollands og var nú 9,3% á móti 2,2% árið 1947, sem stafaði af samningi þeim, sem gerður var við hollenzk stjórnarvöld seint á árinu 1947 og kom aðallega til fram- kvæmdar á árinu 1948. Var Holland þar með orðið mjög þýðingarmikið viðskipta- land. Fjórða landið í röðinni var Tjeklco- slovakia, og jókst útflutningurinn þangað

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.