Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Síða 71

Ægir - 01.08.1949, Síða 71
Æ G I R 205 Ar Eyðing tundurdufla Sökkt Gerð övirk Samtals 1940 0 1 1 1941 271 158 429 1942 133 715 848 1943 7 121 128 1944 5 51 56 1945 10 5 15 1946 5 115 120 1947 6 132 138 1948 5 78 83 Samtals 442 1 376 1 818 Kostnaður við eyðingu duflanna hefur orðið tiltölulega mikill vegna langra og erfiðra ferðalaga, sem starfsmennirnir hafa oft orðið að takast á hendur. 14. Skipstapar og slysfarir. Á árinu var manntjón á sjó með minnsta móti. Alls fórust af völdum sjóslysa 20 íslendingar og var það tveimur fleira en á s. 1. ári, en það ár var eitt hið minnsta sjó- slysaár, sem um getur hér við land. Skipt- ust sjóslysin þannig, að 8 féllu útbyrðis i rúmsjó, 4 drukknuðu eftir árekstur, 3 drukknuðu við land, en 5 dóu af slysförum um borð i skipum. Talið er að 4 íslenzk skip hafi farizt á árinu, en mannbjörg varð af þeim öllum. Var sámanlögð rúmleslatala skipanna 431. Tvö skipa þessara brunnu í rúmsjó, eitt sökk og eitt strandaði. Af erlenduin skipum strönduðu þrjú hér við land á árinu. Af skipum þessum hjörguðust 28 manns, en 24 drukknuðu. Var 11 manns bjargað fvrir atheina björg- unarsveita Slysavarnafélags íslands, en 17 var bjargað yfir i b.v. Júli frá Hafnarfirði. Leitað var aðstoðar Slysavarnafélagsins 45 sinnum á árinu viðvíkjandi bátum og íólki, er þurfti á aðstoð að halda. Heildarfiskafli í heiminum sami og fyrir stríð. Samkvæmt skýrslum frá fiskimáladeild matvæla- og landbúnaðarstofnun samein- uðu þjóðanna (FAO) mun aflamagn það, sem kemur á land í öllum heiminum nú vera svipað og var fyrir styrjöldina, en þá var það um 16 800 000 smál. Nokkur breyting hefur þó orðið innbyrðis milli hinna meiriháttar fiskveiðiþjóða svo sem eftirfarandi tölur sýna. Fyrir styrjöldina 1948 % % Japan 22 14,6 U. S. A. ... 11 12,2 U. S. S. R. . 9,3 9,3 Noregur .. . .... 5,6 8,7 Bretland .. . 6,4 6,4 Canada .... 3,3 5,7 Island 1,8 2,8 Auk þeirra landa, sem hér eru nefnd vantar upplýsingar um eftirtalin lönd, sem voru þýðingarmikil fiskveiðilönd l'yrir styrjöldina, og var hluti þeirra af aflanum sem hér segir: Kína 7,9%, Korea 6,3% og Þýzkaland 4,3%. Mest er áberandi hversu Noregur og ís- land hafa aukið sinn hluta í aflamagninu. Þrátt fyrir það, að Japan hafi goldið mikið afhroð í styrjöldinni og ekki hvað síst á sviði fiskveiðanna, heldur það enn foryst- unni enda þólt hlutur þess hafi minnkað alhnikið eða um þvi nær %. Síldveiði bregst við Skotland. Það hefur lönguin þótt vera svo, að sild- veiðin gæti verið stopul og á það ekki að- eins við hér við land, heldur alls staðar, þar sem sú veiði er stunduð. Við Skotland er sem kunnugt er miki! síldveiði stunduð á sumrin og hefur svo verið um langa liríð. Eru aflabrögð þar að sjálfsögðu æði misjöfn frá ári til árs svo Framhald á blaðsiðu 211.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.