Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1979, Side 20

Ægir - 01.07.1979, Side 20
að afla upplýsinga um skilahlutföll hinna ýmsu verksmiðja. Sumarið og haustið 1978 voru alls merktar 18.207 loðnur í 3 leiðöngrum og 75 sleppingum eins og sýnt er í 7. töflu. í leiðöngrum 1 og 2 7. tafla Loðnumerkingar sumarið 1978. Fjöldi Samtals Leiðangur Tímabil merkinga merkl 01 13/7-9/8 51 11.632 02 21/9-25/9 17 5.114 03 17-10-18/10 7 1.441 8. tafia. Endurheimt loðnumerki 1978 og 1979. Leiðangur Endurheinu Samtals 1978 1979 01 219 183 402 02 10 17 27 03 44 7 51 ingum sem best koma út hafi lifað merkinguna a • Meðalskilahlutfalli þessara sleppinga er síðan dei í meðal skilahlutfall hinna og dánarstuðull þar me fenginn. Úr fáeinum merkingum fengust alls engar endurheimtur og var þá litið svo á að öll sú loðna hefði drepist. Loðnan er smár og viðkvæmur fiskur, sem er ákaflega erfitt að merkja. Vegna hins lága skila hlutfalls úr seinni hluta 1. leiðangurs og leiðangrl 2, svo og slæmra aðstæðna í 3. leiðangri eru þaU gögn óáreiðanleg og voru því ekki notuð. Mer ingar nr. 3-26 í 1. leiðangri, samtals 5.057 loðnur. hafa hinsvegar tekist mjög vel. Endurheimtur UI" þessum merkingum eru því eingöngu lagðar grundvallar við eftirfarandi stofnstærðarútreik11 inga. Eins og að framan greinir verður samt að ger ráð fyrir 32,3% afföllum, og voru því merkiar loðnur í sjó samtals 3.373. voru aðstæður til merkinga góðar, flotinn fremur dreifður og ágætt veður. í 3. leiðangri var komið haust, leiðindaveður en mikill afli á litlu svæði og merkingum því hætt fljótlega. Endurheimtur úr hinum ýmsu leiðöngrum voru eins og sést í 8. töflu. 2.3. Merkingardauði. Ef skilahlutfall úr 1. leiðangri er skoðað sér- staklega (12. mynd) kemur í ljós að ekki munar miklu á endurheimtum á sumar- og haustvertíð 1978 og vetrarvertíð 1979. Bendir þetta til þess að merkti fiskurinn hafi fljótt náð að dreifast mæta- vel um hinn ómerkta hluta stofnsins. Á hinn bóginn er auðséð, að skilahlutfall lækkar mjög skyndilega um og eftir 26. merkingu í báðum tilvikum. Þar sem þetta gerist báðum megin við ára- mótin er veiðum á merkingatíma ekki um að kenna. Langsennilegast er, að loðnan hafi skyndilega komist í mikið æti. Undir slíkum kringumstæðum er ákaflega erfitt að koma merkjunum fyrir í kviðarholinu án þess að sprengja magann, sem fyrr eða siðar dregur fiskinn vitanlega til dauða. Um breytta aðferð við merkinguna er ekki að ræða þar sem einn og sami maður sá um hana allan leiðang- urinn. Til þess að finna hve mikið af merktu loðnunni, sem sleppt var, lifði af þegar til lengri tíma er litið var brugðið á alþekkt ráð. Það felst í því, að gert er ráð fyrir að allur fiskurinn í þeim merk- 2.4. Afföll af völdum veiða og náttúru. Aflaskýrslur sýna, að á tímabilinu ágúst-scp1 ember 1978 varð samanlagður afli íslending3’ Norðmanna og Færeyinga rúmlega 600 þús. tonn_ Bergmálsmælingar á stofnstærð benda til þess a þetta samsvari 1/4-1/3 hluta hrygningarstofns ársins 1979. Um náttúrlegan dánarstuðul hinna ýmsu árgang3 loðnunnar er næsta lítið vitað. Þessi stuðull er trúlega lágur á ætistíma fullorðnu loðnunnar meðan hún heldur sig í köldum sjó á djúpsl° • Dánarstuðullinn hlýtur svo að hækka mikið a hausti og yfir veturinn þegar loðnan er komin þorskmiðin við kantana vestan-, norðan- og aUSt anlands. Eftir því sem næst verður komist er hæf»e& að reikna samanlögð afföll af völdum veiða °- náttúru um 39% á ofangreindu tímabili. Fjöl merktrar loðnu í sjó miðað við síðustu áram reiknast því fyrir 1. leiðangur sem hér segir: Merking 3-26, 3373 * 0.61 = 2058. 2.5. Skilahlutfall rafsegla. Eins og nefnt var í upphafi var víðast hvar merkt í þrær eða lestar veiðiskipa til þess 3 finna skilahlutföll hinna ýmsu rafsegla. Af ýmsUlU ástæðum, sem ekki verða tíundaðar hér, fenguS því miður ekki marktækar niðurstöður að þessU sinni nema í 4 bræðslum. Þessar bræðslur voru: 400 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.