Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1979, Page 34

Ægir - 01.07.1979, Page 34
Svend-Aage Malmberg, haffræðingur: Astand sjávar og fiskstofna við Island Greinaflokkur: 1. Ofveiði og hafstraumar Inngangur Ástand fiskstofna í hafinu við ísland er ofar- lega i huga þessi misserin. Einstaka fiskstofnar hafa líka alveg horfið af miðunum við landið eins og norsk-íslenska síldin og íslenska vorgotssíldin, en sumargotssíldinni var væntanlega forðað frá sömu örlögum með friðunaraðgerðum í tæka tíð. Aðrir fiskstofnar við ísland eru hætt komnir, og þá sérstaklega þorskurinn, þessi meginstoð íslensks atvinnulífs. Loðnustofninn er einnig talinn vera í hættu. Ýmsir aðrir fiskstofnar eru taldir fullnýttir eða þar um bil, eins og ýsa, ufsi og steinbítur, en ekki fullnýttir eru taldir t.d. spærl- ingur, grálúða, skarkoli, einnig karfi (umdeilt), og svo kolmunni (1). í greinaflokki þeim, sem hér hefst, verður reynt að lýsa á aðgengilegan hátt hvernig náttúrulegar ytri aðstœður geta haft áhrif á ástand fiskstofna hér við land og á gönguleiðir þeirra. Greinarnar fjalla einkum um síld, loðnu og þorsk, en e.t.v. einnig um aðrar fisktegundir. Ofveiði Of mikilli sókn eða svonefndri ofveiði er oftas' kennt um eyðingu fiskstofna. Ofveiði verður þó a teljast vera mjög teygjanlegt hugtak. Á ráðstefnu hjá Verkfræðingafélagi íslands (2) sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur, að „gengdj arlausar smásíldarveiðar hafi rekið smiðshöggió a hrun sildarstofnsins“, þ.e. þess norsk-íslenska- En Jakob segir einnig, að „þegar vel árar fyrir loðnU' klak eins og t.d. á tímabilinu 1970-1975 vaf loðnustofninn stór og veiðiþol hans öruggleSa langt umfram þær veiðar, sem stundaðar voru 1972-1977. Hin síðari ár hefur viðkoman aðeins verið þriðjungur þess sem áður var. Það er einku111 af þessum sökum sem nú er óttast að hinar stor auknu veiðar verði stofninum ofviða“. Til að leggja aukna áherslu á þessi umrnS eru hér birt gögn um magn og dreifingu loðnu seiða við ísland og Austur-Grænland á árunun1 1970-1978 (1. tafla (3,4,5,6)). Upplýsingar uj» hitastig og seltu í sjónum fyrir norðan og nor 1. tafla. Hlutfallslegur fjöldi loðnuseiða í hafinu umhverfis ísland í ágúst 1970-1978. (3,4,5,6)- Abundance estimates of O-group capelin in 109 Jish. SV-Iand V-land Dohrnb. N-land A-land SA-land Alls 1970 ............................. 3 5 1 2 0 0 [11] 1971 .............................. 2 5 + 12 0 + [19] 1972 .............................. 4 33 + 52 + + 89 1973 ............................ 26 13 14 46 16 1 116 1974 .............................. + 44 26 57 7 0 134 1975 ............................. 5 32 3 46 3 0 89 1976 ............................. 1 4 1 39 12 3 60 1977 ............................ 3 16 2 19 3 + 43 1978 .............................. + 2 + 29 + + 31 414 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.