Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1979, Side 42

Ægir - 01.07.1979, Side 42
Magni Kristjánsson: Viðhorf sjómanna til aukinnar hagræðingar í fiskveiðum og betri nýtingar afla Erindi flutt á ráðstefnu sem Verkfrœðingafélag Islands hélt um öflun sjávarfangs í mars sl. Inngangur Efni þessa erindis felst að sjálfsögðu í þessu langa nafni. Ég skal játa að mér hefur gengið illa að átta mig á hvaða tökum ég gæti tekið efnið þannig að gagn yrði að fyrir ráðstefnu sem þessa. Umfang þess er við nána athugun mikið og lítt af- markað. Skýrslur og aðrar skjallegar heimildir um efnið eru fágæti. Yfir höfuð er mér ókunnugt um að skipulega hafi verið kannaður hugur sjómanna til þessara hluta. Sjálfum er okkur sjómönnum ekki gjarnt að flíka þeim að eigin frumkvæði á opin- berum vettvangi. En í eigin hópi eru þau oft og mikið rædd, beint og óbeint, og umfram allt tæpitungulaust. Ég hlýt að byggja mál mitt að mestu á persónulegri reynslu og viðkynningu við þetta samfélag sem á sjónum umhverfis landið flýtur. Við ýmiss konar veiðiskap hefur sú við- kynning bráðum varað í aldaríjórðung. Kannski liggur beinast við að spyrja fyrst: Hvað er aukin hagræðing og betri nýting afla? Til hvers leiðir hún og hverju ber henni að þjóna? Hugtakið hagræðing nær yfir ótalmargt, stjórnun fiskveiða og hvers konar friðunar- og verndar- aðgerðir hljóta að heyra henni til. Bættur skipa- kostur, þróun veiðibúnaðar skipanna, ásamt auk- inni tækni við gerð og meðhöndlun veiðarfæra. Margt fleira mætti nefna til. Þetta er þó varla einhlítt. Hugsanlega leiðir tiltekin breyting af sér miklar kostnaðarhækkanir án þess að til komi aukið aflaverðmæti. í slíkum tilfellum orkar tvímælis að tala um aukna hagræðingu. Betri nýting afla felst að sjálfsögðu í hvers konar breytingum sem miða að því að auka á einhvern hátt aflaverð- mætið án þess að auka aflann. Einu nafni kannski nefna þessi hugtök þegar þau falla vel hvort að öðru hagkvæmni, og mun ég notast við það. Aukin hagkvæmni er þá fólgin í því aö auka aflaverðmætið án þess að kostnaður og fyr,r' höfn aukist í sama hlutfalli. Eða að halda óbreyttu aflaverðmæti með minnkuðum tilkostnaði og fyrir' höfn. En vel að merkja. Þetta verður að sjálfsögðu að gerast án þess að á fiskstofna sé gengið. A þessu sögðu er mál að víkja að ræðuefninu, nefni' lega viðhorfum sjómanna til aukinnar hagkvæmn1 í fiskveiðum. hvað Viðhorfín til hagkvæmnisaðgerða Ég mun fyrst leitast við að sýna fram á það er sem mótar viðhorfin til ýmiss konar hagkvæmnisaðgerða og hvernig og hvað rseður afstöðunni endanlega. Þetta er nauðsynlegt, til a hægt sé að varpa einhverju ljósi á tiltekin afmörkuc atriði sem ég mun síðar ræða. Fiskimannastéttin er samheiti á stórum hópi manna sem hefur þaU sameiginlegt að stunda fiskveiðar í einhverri mynu- Að því slepptu er þessi hópur samsettur úr ólíkum vinnustéttum. Ég nefni vélstjóra, matsveina, skip stjórnarmenn, háseta, loftskeytamenn o.fl. Þess>r hópar vinna líka í landi en þá eru þeir skipt,r í mismunandi atvinnustéttir og hafa mjög mismu11 andi atvinnutækifæri miðað við menntun og reynslu. Fleira greinir sjómenn í hópa á margaU hátt og ljóst er að viðhorfin til ýmiss konar hag kvæmnisaðgerða eru ólík á marga lund. Ég vil P ^ leyfa mér að halda því fram að þegar um fram- gang og eflingu sjávarútvegs er að ræða þá staU * þeir saman og taki í meginatriðum það sem ka _ mætti ábyrga afstöðu til mála. Sjómenn erU^ nánari snertingu við náttúruöflin, blíð og str 422 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.